Lífið

Calvin Harris eyddi Tinchy Stryder út af Twitter

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Úr tónlistarmyndbandi raftónlistarmannsins Calvin Harris.
Úr tónlistarmyndbandi raftónlistarmannsins Calvin Harris.
Breski raftónlistarmaðurinn Calvin Harris eyddi samlanda sínum, rapparanum Tinchy Stryder, út af Twitter vinalistanum sínum, því hann skildi varla upp né niður í skilaboðunum rapparans.

Calvin segir Tinchy hafa dúndrað á sig samhengislausum setningum.

„Ég er góður í stafsetningu og þessi Twitter skilaboð í SMS-stíl gera mig brjálaðan," segir Calvin.

„Ég varð að losna við Tinchy út af Twitter, því hann var að þessu. Þetta var farið að hafa áhrif á heilann í mér."

Hann segist þó hafa gaman af Twitter, því það gefi fólki færi á að hugsa upp frábærar setningar sem því dettur ekki í hug í venjulegum samtölum, og virðist athyglisverðara fyrir vikið.

Calvin Harris náði miklum vinsældum með lagi sínu Acceptable in the 80's fyrir nokkru síðan, en lag Tinchy Stryder, Number 1, er nú mikið spilað á íslenskum útvarpsstöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.