Með sama umboðsmann og Tarantino og Burton 26. ágúst 2009 03:00 Engir aukvisar Baltasar Kormákur er í fríðum flokki hjá umboðsmanninum Mike Simpson en meðal skjólstæðinga hans eru Quentin Tarantino og Tim Burton. Íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur er kominn með nýjan umboðsmann. Sá heitir Mike Simpson og er enginn smálax í hinni stóru Hollywood, meðal skjólstæðinga hans eru Quentin Tarantino, Paul Thomas Anderson, leikstjóri Magnoliu og Boogie Nights, og Tim Burton svo einhverjir séu nefndir. „Hann kom hingað um daginn að heimsækja mig, hann mun einnig aðstoða okkur við leikaravalið fyrir víkingamyndina Vikingr," segir Baltasar en Simpson er á mála hjá umboðsskrifstofunni William Morris/Endeavour sem er ein af þeim stærstu í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Baltasar var áður hjá ICM-umboðsskrifstofunni en miklu máli skiptir í Ameríku að hafa rétta fólkið á sínum snærum. „Hann sá Inhale og hreifst mjög af henni, hafði í kjölfarið samband við mig og vildi fá mig yfir," útskýrir Baltasar og viðurkennir að hugtakið „réttu samböndin" séu mikilvæg í hinu stóra samhengi. „Það er mjög mikilvægt þarna úti að rétta fólkið sjái hlutina, eins og sannast kannski hvað best þarna." Þótt áðurnefnd kvikmynd hafi farið hljótt segir Baltasar að hún sé á réttu róli. Orðrómur hefur verið á kreiki innan íslenska kvikmyndabransans að myndin muni ekki rata í kvikmyndahús þar vestra heldur fara beint á DVD-markaðinn. „Þetta tekur allt sinn tíma. Inhale er í hinum svokallaða „independent"-geira eða sjálfstæðri kvikmyndagerð og sá iðnaður hefur átt undir högg að sækja í kreppunni," segir Baltasar en bætir því við að þegar hafi verið samið um dreifingu myndarinnar í Þýskalandi, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Tilboð frá Frakklandi og Bretlandi eru á borðinu og þá verður myndinni dreift í Skandinavíu. „Hún er að öllum líkindum komin með meiri dreifingu en nokkur önnur mynd eftir íslenskan leikstjóra." Hvað Bandaríkjamarkað varðar eru þrjú dreifingarfyrirtæki að bítast um þann sýningarrétt og myndin ætti því að vera frumsýnd, ef allt gengur að óskum, um mánaðamótin febrúar/mars þar vestra. Dermot Mulroney og Diane Kruger leika aðalhlutverkin í Inhale en leikkonan hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. Að sögn Baltasars taka þau bæði virkan þátt í að kynna myndina á erlendri grundu þegar nær dregur frumsýningu. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur er kominn með nýjan umboðsmann. Sá heitir Mike Simpson og er enginn smálax í hinni stóru Hollywood, meðal skjólstæðinga hans eru Quentin Tarantino, Paul Thomas Anderson, leikstjóri Magnoliu og Boogie Nights, og Tim Burton svo einhverjir séu nefndir. „Hann kom hingað um daginn að heimsækja mig, hann mun einnig aðstoða okkur við leikaravalið fyrir víkingamyndina Vikingr," segir Baltasar en Simpson er á mála hjá umboðsskrifstofunni William Morris/Endeavour sem er ein af þeim stærstu í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Baltasar var áður hjá ICM-umboðsskrifstofunni en miklu máli skiptir í Ameríku að hafa rétta fólkið á sínum snærum. „Hann sá Inhale og hreifst mjög af henni, hafði í kjölfarið samband við mig og vildi fá mig yfir," útskýrir Baltasar og viðurkennir að hugtakið „réttu samböndin" séu mikilvæg í hinu stóra samhengi. „Það er mjög mikilvægt þarna úti að rétta fólkið sjái hlutina, eins og sannast kannski hvað best þarna." Þótt áðurnefnd kvikmynd hafi farið hljótt segir Baltasar að hún sé á réttu róli. Orðrómur hefur verið á kreiki innan íslenska kvikmyndabransans að myndin muni ekki rata í kvikmyndahús þar vestra heldur fara beint á DVD-markaðinn. „Þetta tekur allt sinn tíma. Inhale er í hinum svokallaða „independent"-geira eða sjálfstæðri kvikmyndagerð og sá iðnaður hefur átt undir högg að sækja í kreppunni," segir Baltasar en bætir því við að þegar hafi verið samið um dreifingu myndarinnar í Þýskalandi, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku. Tilboð frá Frakklandi og Bretlandi eru á borðinu og þá verður myndinni dreift í Skandinavíu. „Hún er að öllum líkindum komin með meiri dreifingu en nokkur önnur mynd eftir íslenskan leikstjóra." Hvað Bandaríkjamarkað varðar eru þrjú dreifingarfyrirtæki að bítast um þann sýningarrétt og myndin ætti því að vera frumsýnd, ef allt gengur að óskum, um mánaðamótin febrúar/mars þar vestra. Dermot Mulroney og Diane Kruger leika aðalhlutverkin í Inhale en leikkonan hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Tarantino-myndinni Inglourious Basterds. Að sögn Baltasars taka þau bæði virkan þátt í að kynna myndina á erlendri grundu þegar nær dregur frumsýningu. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira