Innrás Indverja rétt að byrja 22. ágúst 2009 11:00 Chandrika Gunnarsson Fréttablaðið/PJetur „Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Ef marka má vefsíðu Thaiindia er væntanlegt annað tökulið frá Kollywood með einhverri skærustu stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá heitir Chiyaan Vikram og er þekktur um allt Indland. Kvikmyndagerðarfólkið hyggst samkvæmt fyrstu fréttum taka upp heila kvikmynd hér á landi og yrði það þá í fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að aðilar frá Bollywood séu mjög áhugasamir um að koma hingað til lands, en það verkefni yrði væntanlega mun stærra í sniðum en þau sem hafa ratað hingað nú þegar. Chandrika upplýsir að þeir hópar sem hingað hafi komið séu mjög þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi kannski ekki náð hylli á öllu Indlandi. „En það má ekki gleyma því að íbúar í hverju héraði eru margar milljónir og því er þetta mjög stór markhópur," útskýrir Chandrika. Hún telur að opinber heimsókn forseta Indlands, Abdul Kalam, fyrir rúmum þremur árum hafi gert mikið fyrir íslenska landkynningu á Indlandi. „Augu fólks á Indlandi opnuðust fyrir Íslandi og fólk er betur upplýst um landið og hvað það hefur upp á að bjóða." Austur-Indíafélagið hefur haft í nægu að snúast fyrir kvikmyndagerðarfólkið sem hefur komið hingað að undanförnu og séð um að fæða stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg ótrúlega ánægð með matinn, þau bjuggust ekki við því að hér væri hægt að fá alvöru indverskan mat og þetta kom þeim því skemmtilega á óvart." Chandrika hefur varla haft undan að taka á móti indversku frægðarfólki. Stjörnur frá Bollywood, sem fá engu minni frið frá ljósmyndurum og aðdáendum heima fyrir en kollegar þeirra í Hollywood, hafa verið tíðir gestir á Íslandi að undanförnu og svo kom einhver þekktasti krikketleikari heims, Satchin Tendulkar, hingað til lands og naut veðurblíðunnar í sumar. Sé einhver í vafa um frægð Tendulkars má geta þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til að hann yrði aðlaður af drottningunni fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Ef marka má vefsíðu Thaiindia er væntanlegt annað tökulið frá Kollywood með einhverri skærustu stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá heitir Chiyaan Vikram og er þekktur um allt Indland. Kvikmyndagerðarfólkið hyggst samkvæmt fyrstu fréttum taka upp heila kvikmynd hér á landi og yrði það þá í fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að aðilar frá Bollywood séu mjög áhugasamir um að koma hingað til lands, en það verkefni yrði væntanlega mun stærra í sniðum en þau sem hafa ratað hingað nú þegar. Chandrika upplýsir að þeir hópar sem hingað hafi komið séu mjög þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi kannski ekki náð hylli á öllu Indlandi. „En það má ekki gleyma því að íbúar í hverju héraði eru margar milljónir og því er þetta mjög stór markhópur," útskýrir Chandrika. Hún telur að opinber heimsókn forseta Indlands, Abdul Kalam, fyrir rúmum þremur árum hafi gert mikið fyrir íslenska landkynningu á Indlandi. „Augu fólks á Indlandi opnuðust fyrir Íslandi og fólk er betur upplýst um landið og hvað það hefur upp á að bjóða." Austur-Indíafélagið hefur haft í nægu að snúast fyrir kvikmyndagerðarfólkið sem hefur komið hingað að undanförnu og séð um að fæða stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg ótrúlega ánægð með matinn, þau bjuggust ekki við því að hér væri hægt að fá alvöru indverskan mat og þetta kom þeim því skemmtilega á óvart." Chandrika hefur varla haft undan að taka á móti indversku frægðarfólki. Stjörnur frá Bollywood, sem fá engu minni frið frá ljósmyndurum og aðdáendum heima fyrir en kollegar þeirra í Hollywood, hafa verið tíðir gestir á Íslandi að undanförnu og svo kom einhver þekktasti krikketleikari heims, Satchin Tendulkar, hingað til lands og naut veðurblíðunnar í sumar. Sé einhver í vafa um frægð Tendulkars má geta þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til að hann yrði aðlaður af drottningunni fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira