Lífið

Hafnfirðingar fá gamla ísinn

Ísbúð Vesturbæjar opnar útibú á horni Strandgötu og Fjarðargötu í Hafnarfirði um miðjan maí. Hafnfirskir aðdáendur ísbúðarinnar sem hafa þurft að keyra til Reykjavíkur eftir uppáhaldsísnum sínum geta því sparað bensínkostnaðinn verulega í sumar.

Lífið

Sandra mun skilja

Vinir Söndru Bullock segja hana staðráðna í að skilja við eiginmann sinn, Jesse James, eftir að upp komst um framhjáhald hans. Leikkonan mun þó ætla að ganga rólega til verks því hún óttast að annað muni hafa slæm áhrif á börn James.

Lífið

Heimsótt af lögreglunni

Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, heimsótti heimili hennar ásamt lögreglumanni nú í vikunni. Hann sagðist hafa áhyggjur af yngri systur Lindsay, Ali, sem hefur dvalið hjá systur sinni undanfarna daga og sást meðal annars með Lindsay á Coachella-hátíðinni. Lögreglumaðurinn ræddi stuttlega við Ali, sem er aðeins sextán ára gömul, og yfirgaf að því loknu heimilið.

Lífið

Tigerinn á tónleikum með Nickleback

Elin Nordegren, eiginkona kylfingsins Tiger Woods, dvelur nú ásamt börnum sínum í heimalandi sínu, Svíþjóð. Heimildir herma að Nordegren hafi verið að endurbæta hús sem hún á í Stokkhólmi, en hún hyggst eyða sumrinu þar. Á meðan Nordegren dvelur í faðmi fjölskyldu sinnar sótti Tiger tónleika með uppáhalds hljómsveit sinni, Nickleback, og skemmti sér svo baksviðs með hljómsveitarmeðlimum að tónleikunum loknum. Almannatenglar og aðrir í kringum kylfinginn hafa unnið hörðum höndum við að bæta ímynd hans undanfarið og mun þetta atvik hafa skaðað þá vinnu.

Lífið

Neita að ræðast við

Samkvæmt nýjustu heimildum andar nú köldu á milli Madonnu og leikkonunnar Gwyneth Paltrow, en þær voru eitt sinn miklar vinkonur. „Madonna og Gwyneth eru báðar mjög þekktar og haga sér samkvæmt því. Þær rifust yfir smámunum og nú talast þær ekki við,“ var haft eftir heimildarmanni. „Madonna vildi fá Gwyneth til að gera myndband með sér, en Gwyneth neitaði að taka þátt. Þær voru einnig að leggja drög að bók saman, en nú er það verkefni komið í salt líka.“

Lífið

Kate ólétt?

Bandarísk tímarit veltu því fyrir sér fyrir skemmstu hvort leikkonan Kate Hudson hafi farið í brjóstastækkun vegna nýrra ljósmynda af henni sem sýndu hana með ívið stærri barm en áður. Nú vilja þó sumir meina að leikkonan gæti verið ólétt þar sem myndir náðust af henni við tökur á nýrri kvikmynd og þótti mönnum hún nokkuð gildari um sig en venjulega. Hudson á fyrir soninn Ryder Russell Robinson með söngvaranum Chris Robinson, en parið skildi árið 2007 eftir sjö ára hjónaband.

Lífið

Neituðu að gefast upp

Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert og eiginkona hans mættu í viðtal til Ophru Winfrey og ræddu meðal annars um baráttu Eberts við krabbamein. Í kjölfar veikindanna missti Ebert getuna til að tala og tjáir sig aðeins með rituðu máli. Hann og eiginkona hans, Chaz, hafa verið gift í átján ár.

Lífið

Airbender í þrívídd

Ákveðið hefur verið að breyta nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, The Last Airbender, í þrívíddarmynd. Tæknilið vinnur nú hörðum höndum við að breyta myndinni fyrir frumsýningu hennar 2. júlí. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart því nánast önnur hver mynd í Hollywood er gefin út í þrívídd eftir velgengni Avatar.

Bíó og sjónvarp

Aukasýning á Nei Dorrit

Vegna fjölda áskóranna verða haldnar tvær aukasýningar á leikverkinu Nei Dorrit, sem sýnt var fyrir fullu húsi í Iðnó fyrir viku síðan. Sýningin er byggð á viðtali við íslensku forsetahjónin sem blaðamaðurinn Joshua Hammer tók fyrir breska tímaritið Condé Nast.

Lífið

Oddvitinn synti yfir Fossvoginn á 16 mínútum

Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum, synti í hádeginu í dag yfir Fossvoginn til að afla fjár í kosningasjóð framsóknarmanna í Reykjavík. Einar lagði af stað úr Kópavogi klukkan 12:04 og gekk á land í Nauthólsvík klukkan 12:20 að viðstöddum nokkrum fjölda fólks sem kominn var saman til að fylgjast með sundinu, að fram kemur í tilkynningu.

Lífið

Lindsay sökuð um að stela Rolex-úri

Lindsay Lohan er algjör vandræðasegull. Í gær réðist faðir hennar með lögreglumönnum inn á heimili hennar og á miðvikudaginn mætti lögreglan til að yfirheyra hana vegna þjófnaðarkæru.

Lífið

Indverskur tölvuleikur um eldgosið

Tölvuleikjafyrirtækið Games2win hefur gefið út tölvuleikinn Volcano Flight Control. Fyrirtækið býr til ókeypis netleiki af öllum gerðum og er eitt af 20 stærstu fyrirtækjum heims í þeim bransa.

Lífið

Eldgosið endalaus uppspretta samsæriskenninga

Eldgosið í Eyjafjallajökli er að öllum líkindum eitt frægasta eldgos seinni tíma. Enda hefur röskun á flugsamgöngum lamað alla Evrópu í sex daga. Samsæriskenningasmiðir þrífast á svona viðburðum og enska útgáfan af þýska blaðinu Der Bild tók saman þær bestu sem hafa fengið að blómstra á netinu.

Lífið

Anna Mjöll hitti George Clooney og frú á Honululu

„Hann er ákaflega viðkunnalegur og maður skilur núna af hverju hann er svona vinsæll. Hann er svo þægilegur í viðmóti að hann lætur öllum líða eins og þeir hafi þekkt hann alla ævi,“ segir söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir en hún hitti stórstjörnuna George Clooney á veitingastað á Honululu á Hawaií. Clooney var þar ásamt unnustu sinni, ítölsku sjónvarpskonunni Elizabettu Canalis, en sá orðrómur hafði gengið í slúðurpressunni að þau væru hætt saman. Svo virtist ekki vera, allavega ekki þetta kvöld. Clooney er skærasta kvikmyndastjarna heims um þesar mundir en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í bandarísku kvikmyndinni Syriana.

Lífið

Mæðgur deila sögum sínum

„Hugmyndin varð til held ég vegna þess að mamma mín hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í mars og mér var mikið hugsað til hennar og okkar sambands. Í kjölfarið ákvað ég að verkefnið ætti að fjalla um mæðgur og þeirra magnaða samband,“ segir Sunna Dís Másdóttir um meistaraverkefni sitt í Hagnýtri menningarmiðlun, en verkefnið ber yfirskriftina Augun mín í augum þínum - Mæðgur tala saman. Sunna Dís stendur í ströngu við að safna reynslusögum kvenna af mæðgnasambandinu í eitt stórt fjölskyldualbúm.

Lífið

Skóli fólksins lítur dagsins ljós

Þorgeir Óðinsson, tónlistarmaður og grafískur hönnuður, stendur fyrir námskeiði í stenslagerð sem fram fer í byrjun júní. Námskeiðið er á vegum Skóla fólksins, en Þorgeir stendur einnig á bak við hann ásamt unnustu sinni, Sigrúnu Lýðsdóttur. Að sögn Þorgeirs er hugmyndin að baki skólanum sú að fá fólk til að kenna skemmtileg námskeið og mun skólinn leggja til húsnæði undir kennsluna. Hann segir fólk hafa tekið vel í hugmyndina og að nú þegar hafi margir lýst yfir áhuga á að kenna ýmiskonar námskeið.

Lífið

Kæra Seagal

Hasarleikarinn Steven Seagal hefur verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti á vinnustað af fyrrum aðstoðarkonu sinni. Nú hafa tvær aðrar stúlkur bætst í hópinn og segja þær hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á meðan þær unnu fyrir leikarann. Seagal á meðal annars að hafa gripið um brjóst annarar og sagst vera að þreifa á þeim líkt og læknir auk þess sem hann á að hafa boðið hinni að gista upp í hjá sér.

Lífið

Emilíana Torrini syngur í kokteilboði

Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles.

Tónlist

Burt Reynolds reynir að selja glæsihýsi

Vegna fjárhagserfiðleika hefur bandaríski leikarinn Burt Reynolds þurft að lækka verðið á glæsihýsi sínu í Flórída um 7 milljónir dollara eða tæplega 900 milljónir króna. Undanfarin fimm ár hefur hann reynt að selja fasteignina án árangurs.

Lífið

Tíu barnafjölskyldur á leið í draumaferðina

Í dag, sumardaginn fyrsta, var tíu börnum og fjölskyldum þeirra afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Alls hafa um 270 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans, að fram kemur í tilkynningu. í dag var úthlutað styrkjum úr sjóðnum í 14. sinn.

Lífið

Heilsugúrú aðstoðar Lady Gaga

Söngstirnið Lady GaGa hefur ráðið bandaríska heilsugúrúinn Harley Pasternak til að aðstoða hana við að komast í „besta formið í poppbransanum,“ líkt og Pasternak orðar það sjálfur. Söngkonan hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum og segir Pasternak að hún sé afar sjálfsörugg.

Lífið

Á vegum úti að verða til

Það er orðið ansi langt síðan Francis Ford Coppola keypti kvikmyndaréttinn að einni frægustu skáldsögu seinni ára, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, sem Ólafur Gunnarsson þýddi af mikilli snilld. Bókin fjallar um hin svokölluðu bít-skáld og er uppfull af djassi, drykkju og skrautlegum persónum.

Lífið

Líður eins og viðundri

Nadya Suleman, konan sem varð fræg fyrir að ala áttbura fyrir rúmu ári, var gestur í spjallþætti Opruh Winfrey á dögunum.

Lífið