Lífið

Eldgosið endalaus uppspretta samsæriskenninga

geimverur, heimsendir og hryðjuverk
Samsæriskenningasmiðir hafa fengið mikið útúr gosinu í Eyjafjallajökli enda hefur askan lamað samgöngur í Evrópu í sex daga. Sumir telja geimverur hafa komið gosinu af stað, aðrir telja gosið að finna í spádómum Nostradamusar og enn aðrir eru handvissir um að það hafi aldrei verið nein aska, allt þetta sé bara blekking því Vesturlöndin væru bara að undirbúa sig fyrir yfirvofandi hryðjuverkaárás.
geimverur, heimsendir og hryðjuverk Samsæriskenningasmiðir hafa fengið mikið útúr gosinu í Eyjafjallajökli enda hefur askan lamað samgöngur í Evrópu í sex daga. Sumir telja geimverur hafa komið gosinu af stað, aðrir telja gosið að finna í spádómum Nostradamusar og enn aðrir eru handvissir um að það hafi aldrei verið nein aska, allt þetta sé bara blekking því Vesturlöndin væru bara að undirbúa sig fyrir yfirvofandi hryðjuverkaárás.

Eldgosið í Eyjafjallajökli er að öllum líkindum eitt frægasta eldgos seinni tíma. Enda hefur röskun á flugsamgöngum lamað alla Evrópu í sex daga. Samsæriskenningasmiðir þrífast á svona viðburðum og enska útgáfan af þýska blaðinu Der Bild tók saman þær bestu sem hafa fengið að blómstra á netinu.

Fyrsta ber að kenningu sem Dieter Broers varpaði fram en hann heldur því fram að sólin sé að hruni kominn og að stærsta sólgosið í fimmtán ár hafi kveikt í Eyjafjallajökli. „Sólin mun síðan tortímast árið 2012,“ skrifar Dieter Broers á heimasíðu sinni. Samsæriskenningasmiðurinn Hartwif Husdorf heldur því fram fullum fetum að eldgosið stafi af stöðugum tilraunum bandaríska hersins á flekamótum og Walter Jörg Lanbein er handviss um að Eyjafjallajöklagosið sé upphafið að heimsendi líkt og tímatal Maya-kynstofnsins gefi til kynna að verði 2012. Geimverufræðingar telja sig hafa náð geimskipum á mynd, sveimandi yfir jöklinum og hefur myndband þess efnis verið á kreiki á Youtube-vefnum síðan í mars.

Edgar L. Gartner, sem er umhverfisverndarsinni, telur sig vita það fyrir víst að eldgosið hafi aldrei framleitt neina ösku, allt þetta havarí á flugvöllum Evrópu hafi verið viðbragðsæfing vegna yfirvofandi hryðjuverkaárásar. Þá eru þeir til sem halda því fram að jörðin sé bara lækna sjálfa sig enda hafi loftmengun frá flugvélum sjaldan eða aldrei verið minni síðan reglulegar flugferðir hófust og ekki má gleyma þeim sem telja að Nostradamus hafi séð þetta eldgos fyrir. Hans spá gekk út á að tveir þriðju Evrópubúa myndu deyja vegna eitraðs ský frá stóru eldgosi

Rithöfundurinn Maarten Keulemans gengur skrefinu lengra og segir nýtt ofureldgosaskeið vera í nánd og það muni verða níutíu prósent allra lífvera að aldurtila og einhverjir vilja halda því fram að jörðin sé hreinlega að hrynja í sundur. Þá hafa einhverjir bent á að eldgosið sé eins og snýtt útúr nösunum á Eddu-kvæðunum og þá sérstaklega þegar þrumugoðið Þór fer í sinn hinsta bardaga gegn risunum. Því hefur svo verið haldið fram, meira í gríni en alvöru, að þeir sem leika aðalhlutverkin í rannsóknarskýrslunni frægu hafi komið eldgosinu af stað til að draga athylgina frá sér í nokkra daga.

freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.