Lífið

Clooney sefur á ofurmjúku kasmírlaki

Leikarinn vinsæli getur ekki án mjúka kasmírlaksins verið.
Leikarinn vinsæli getur ekki án mjúka kasmírlaksins verið.

Samkvæmt starfsfólki Kahala-hótelsins á Honolulu sefur leikarinn George Clooney ávallt á ofurmjúku laki úr kasmírull.

Clooney kom starfsfólki hótelsins í opna skjöldu með því að biðja um að lakið yrði ávallt sett á rúmið hans þegar búið var um á hverjum morgni. „Við urðum að leggja það yfir hin lökin þegar bjuggum um rúmið hans,“ sagði hótelstarfsmaður.

„Þetta var frekar fyndið. Það var eins og þetta væri öryggislakið hans. George skildi það eftir í herberginu þegar hann fór af hótelinu og við urðum að senda það á staðinn sem hann ætlaði að fara á. Hann getur greinilega ekki verið án þess.“

Clooney var staddur á Hawaii við upptökur á kvikmyndinni The Descendants og með honum í för var kærastan hans, ítalska fyrirsætan og leikkonan Elizabetta Canalis. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á föstudag hitti söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir parið á veitingastað í Honolulu og samkvæmt henni var hinn 48 ára Clooney ákaflega þægilegur í viðmóti. Kasmírlakið mjúka hefur vafalítið átt sinn þátt í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.