Hafnfirðingar fá gamla ísinn 24. apríl 2010 06:30 Eigandinn Baldur Bjarnason ásamt dætrum sínum við nýja útibúið í Hafnarfirði sem verður opnað um miðjan maí.fréttablaðið/stefán Ísbúð Vesturbæjar opnar útibú á horni Strandgötu og Fjarðargötu í Hafnarfirði um miðjan maí. Hafnfirskir aðdáendur ísbúðarinnar sem hafa þurft að keyra til Reykjavíkur eftir uppáhaldsísnum sínum geta því sparað bensínkostnaðinn verulega í sumar. „Þegar við fengum þetta pláss alveg niðri í miðbæ Hafnarfjarðar var ekkert annað hægt en að fara bara til þeirra. Þetta er orðið svo langt að keyra og bensínið er komið í 200 kall,“ segir Baldur Bjarnason, eigandi Ísbúðar Vesturbæjar. „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu svæði. Við höldum að það sé hægt að reka ísbúð þarna. Ef það er ekki hægt verður henni bara lokað en ég hef bullandi trú á þessu,“ segir Baldur. Framkvæmdir standa yfir þessa dagana í nýja útibúinu, sem verður 100 fermetrar að stærð. Baldur lætur ekki bágt efnahagsástand á Íslandi á sig fá. Á meðan flestir eru að minnka við sig opnar hann nýja ísbúð með bros á vör. Kreppan hefur þó haft sín áhrif. „Fólk er enn þá að kaupa ís á fleygiferð en kreppan kemur hinum megin frá, eða í innkaupunum. Við finnum fyrir henni í sælgætinu. Þegar það er 150 prósenta hækkun í innkaupunum verðum við að hækka en við reynum að halda því algjörlega í lágmarki.“ Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel er ein rótgrónasta ísbúð landsins, enda hefur hún verið starfandi í fjörutíu ár. Nýtt útibú var opnað við Grensásveg fyrir tveimur árum og að sögn Baldurs hefur sá rekstur gengið vel. „Við erum með öðruvísi ís en allir aðrir. Það er enginn annar með hann, hvað sem menn segja,“ segir hann og á þar við hinn vinsæla gamla ís. - fb Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Ísbúð Vesturbæjar opnar útibú á horni Strandgötu og Fjarðargötu í Hafnarfirði um miðjan maí. Hafnfirskir aðdáendur ísbúðarinnar sem hafa þurft að keyra til Reykjavíkur eftir uppáhaldsísnum sínum geta því sparað bensínkostnaðinn verulega í sumar. „Þegar við fengum þetta pláss alveg niðri í miðbæ Hafnarfjarðar var ekkert annað hægt en að fara bara til þeirra. Þetta er orðið svo langt að keyra og bensínið er komið í 200 kall,“ segir Baldur Bjarnason, eigandi Ísbúðar Vesturbæjar. „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu svæði. Við höldum að það sé hægt að reka ísbúð þarna. Ef það er ekki hægt verður henni bara lokað en ég hef bullandi trú á þessu,“ segir Baldur. Framkvæmdir standa yfir þessa dagana í nýja útibúinu, sem verður 100 fermetrar að stærð. Baldur lætur ekki bágt efnahagsástand á Íslandi á sig fá. Á meðan flestir eru að minnka við sig opnar hann nýja ísbúð með bros á vör. Kreppan hefur þó haft sín áhrif. „Fólk er enn þá að kaupa ís á fleygiferð en kreppan kemur hinum megin frá, eða í innkaupunum. Við finnum fyrir henni í sælgætinu. Þegar það er 150 prósenta hækkun í innkaupunum verðum við að hækka en við reynum að halda því algjörlega í lágmarki.“ Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel er ein rótgrónasta ísbúð landsins, enda hefur hún verið starfandi í fjörutíu ár. Nýtt útibú var opnað við Grensásveg fyrir tveimur árum og að sögn Baldurs hefur sá rekstur gengið vel. „Við erum með öðruvísi ís en allir aðrir. Það er enginn annar með hann, hvað sem menn segja,“ segir hann og á þar við hinn vinsæla gamla ís. - fb
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira