Lífið

Heilsugúrú aðstoðar Lady Gaga

Söngkonan hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum og segir Pasternak að hún sé afar sjálfsörugg.
Söngkonan hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum og segir Pasternak að hún sé afar sjálfsörugg.
Söngstirnið Lady GaGa hefur ráðið bandaríska heilsugúrúinn Harley Pasternak til að aðstoða hana við að komast í „besta formið í poppbransanum,“ líkt og Pasternak orðar það sjálfur. Söngkonan hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum mánuðum og segir Pasternak að hún sé afar sjálfsörugg.

Pasternak þykir góður leiðbeinandi og hefur aðstoðað fjölmargar stórstjörnur. Meðal þeirra eru: Halley Berry, Robert Downey Jr, Miley Cyrus, Jeff Goldblum, Jessica Simpson, Angela Bassett og Orlando Bloom.

Í byrjun þessa árs gaf Pasternak út bók sem hefur vakið talsverða

athygli vestanhafs. Bókin sú nefnist The 5-Factor World Diet og fjallar um allskonar ráð sem varða heilsu og mataræði og hafa þróast í hinum ýmsu löndum heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.