Lífið

Burt Reynolds reynir að selja glæsihýsi

Burt Reynolds. MYND/Getty Images
Burt Reynolds. MYND/Getty Images
Vegna fjárhagserfiðleika hefur bandaríski leikarinn Burt Reynolds þurft að lækka verðið á glæsihýsi sínu í Flórída um 7 milljónir dollara eða tæplega 900 milljónir króna. Undanfarin fimm ár hefur hann reynt að selja fasteignina án árangurs.

Fyrr á þessu ári fór Reyndols sem er 74 ára í hjartaaðgerð. Í fyrra fór dvaldi hann um tíma á meðferðarstofnun í þeim tilgangi að reyna að venja sig af sterkum verkjalyfjum sem hann hafði ánetjast.

Leikferill Reynolds hófst árið 1961 og voru kvikmyndirnar Smokey and the Bandit og Cannonball Run meðal þekktustu verka hans. Undanfarin ár hefur hann glímt við umtalsverða fjárhagserfiðleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.