Lífið

Á vegum úti að verða til

Francis Ford Coppola á réttinn að bókinni Á vegum úti eftir Kerouac sem Ólafur Gunnarsson þýddi.
Francis Ford Coppola á réttinn að bókinni Á vegum úti eftir Kerouac sem Ólafur Gunnarsson þýddi.
Það er orðið ansi langt síðan Francis Ford Coppola keypti kvikmyndaréttinn að einni frægustu skáldsögu seinni ára, Á vegum úti eftir Jack Kerouac, sem Ólafur Gunnarsson þýddi af mikilli snilld. Bókin fjallar um hin svokölluðu bít-skáld og er uppfull af djassi, drykkju og skrautlegum persónum.

Coppola hefur nánast reynt allt og enn þann dag í dag er Walter Salles, sá sem færði okkur Mótorhjóladagbækurnar, orðaður við leikstjórastólinn og Jose Rivera hefur setið sveittur við að skrifa handrit. En þetta var árið 2005 og fátt nýtt hefur gerst. En í vikunni virtist hins vegar vera að rofa til því Garret Hedlund var allt í einu orðaður við hlutverk Dean Moriarty sem Kerouac byggði á á bít-hetjunni Neal Cassady. Sam Reilly hefur verið orðaður við hlutverk Sals Paradise en Kerouac byggði þá persónu á sjálfum sér. Þetta yrði án nokkurs vafa ein af athyglisverðari kvikmyndunum frá Hollywood í langan tíma en kvikmyndaspekúlantar eru ekkert sérstaklega bjartsýnir á að hún sé væntanleg í bráð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.