Lífið

Neituðu að gefast upp

Roger Ebert og eiginkona hans eru hamingjusamlega gift.
Roger Ebert og eiginkona hans eru hamingjusamlega gift.

Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert og eiginkona hans mættu í viðtal til Ophru Winfrey og ræddu meðal annars um baráttu Eberts við krabbamein. Í kjölfar veikindanna missti Ebert getuna til að tala og tjáir sig aðeins með rituðu máli. Hann og eiginkona hans, Chaz, hafa verið gift í átján ár.

„Þegar ég giftist Roger vissi ég hversu yndislegur hann er. Það er erfitt að finna mann eins og hann og þess vegna vildi ég ekki missa hann. Ég neitaði að gefa upp baráttuna,“ sagði Chaz í viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.