Lífið

Líður eins og viðundri

Nadya Suleman er einstæð móðir með fjórtán börn.
Nadya Suleman er einstæð móðir með fjórtán börn.
Nadya Suleman, konan sem varð fræg fyrir að ala áttbura fyrir rúmu ári, var gestur í spjallþætti Opruh Winfrey á dögunum.

Suleman, sem hefur verið uppnefnd Octomom af fjölmiðlum hið vestra, sagði að henni líði oft eins og viðundri vegna allrar athyglinnar sem hún hefur hlotið.

„Mig langaði aldrei í meira en sex eða sjö börn, ekki tvöfalt það. Ég sé ekki eftir að hafa eignast börnin mín, en ég viðurkenni það að ég var barnaleg og sjálfselsk,“ sagði Suleman, en hún á fjórtán börn sem hún hugsar um með aðstoð barnfóstra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.