Lífið

Strákarnir látnir strippa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona viðurkennir meðal annars í myndskeiðinu að karlleikarar þáttanna sýndu hold en ekki kvenkynsleikararnir en þar verða áhorfendur að láta ímyndunaraflið ráða ferðinni.

Lífið

Oprah með íslenska hönnun um sig miðja

Unnur Friðriksdóttir hönnuður gerir það gott í Los Angeles þar sem hún rekur fyrirtækið UNNURWEAR. Ýmsar stjórstjörnur eru í hópi viðskiptavina Unnar og nýverið bættist sjálf spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey við.

Lífið

Ferðast um Evrópu

Rokksveitin Agent Fresco er að skipuleggja tónleikaferð um Evrópu í júní og júlí. Þetta verður fyrsti alvöru túr sveitarinnar um Evrópu en hingað til hefur hún verið úti í mesta lagi fimm daga í einu.

Lífið

Hitar upp fyrir ferðalag

Hljómsveitin Hjaltalín hitar upp fyrir væntanlega tónleikaferð sína um Evrópu með tvennum tónleikum á Rosenberg í kvöld og annað kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar Hjaltalín hér á landi í þrjá mánuði.

Lífið

Kvöddu látinn félaga

Meðfylgjandi myndir voru teknar á miðvikudaginn á tónleikum sem haldnir voru á vegum Extreme Chill og Weirdcore á veitingahúsinu Kaffibarnum fyrir tónlistarmanninn Bjössa Biogen, eða Sigurbjörn Þorgrímsson, en hann féll frá 8. febrúar síðastliðinn. Bjössi var vel þekktur hér á landi sem einn af frumkvöðlum í íslensku dans og raftónlistar senunni og naut mikillar virðingar sem tónlistarmaður bæði hérlendis og erlendis. Listamenn á borð við Ruxpin, Yagya, Futurergrapher, Beatmakin Troopa , AnDre, Skurken, Tanya Pollock, Frank Murder, Krummi Björgvinsson, Steve Sampling og fleiri spiluðu tónlist þetta kvöld til heiðurs Bjössa.

Lífið

Bodyguard endurgerð

Til stendur að endurgera kvikmyndina The Bodyguard, sem kom út árið 1992 með Kevin Costner og Whitney Houston í aðalhlutverkum.

Lífið

Stillimyndin hverfur af skjánum

„Ég vona að þjóðin sé sammála mér um það að við séum búin að hafa stillimyndina of lengi,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins.

Lífið

Vaxandi vinsældir fjárhundsins í Ameríku

„Við fáum fjölmargar fyrirspurnir um íslenska fjárhundinn – eiginlega of margar, þar sem við teljum að hundurinn sé ekki fyrir alla,“ segir Maggy Pease, forsvarsmaður ræktunarsambands íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum.

Lífið

Gert að laga hreiminn

Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst hasla sér völl í bandarísku sjónvarpi sem dómari í raunveruleikaþáttaröðinni X-Factor. Hún á þó erfitt verkefni fyrir höndum.

Lífið

Hannaði hlébarðasamfestinginn sjálf

"Ég vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverðlaunahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að þyrfti ég að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað að gera þetta bara á minn hátt," segir Bjarnheiður Hannesdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir þröngan samfesting með hlébarðamynstri sem hún klæddist á hátíðinni.

Lífið

Innblásið af íslenskri hefð

Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla.

Tíska og hönnun

Vonbrigði

Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana.

Gagnrýni

Vill ekki predika yfir fólki

Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf.

Lífið

Syngur ekki Oasis-lög

Liam Gallagher ætlar ekki að syngja lög með fyrrverandi hljómsveit sinni Oasis á væntanlegri tónleikaferð sinni um Evrópu með nýja bandinu Beady Eye. Í viðtali við BBC sagði hann að um leið og hann myndi syngja eitt Oasis-lag yrðu mörg að fylgja í kjölfarið.

Lífið

Stelur fötum af dótturinni

Madonna er farin að færa sig upp á skaftið í samskiptum við dóttur sína með því að fá lánuð föt af henni án þess að biðja um leyfi.

Lífið

Óskar fellur fyrir kóngi

Á sunnudagskvöldið er komið að því að kvenkynsstjörnur Hollywood eyði milljónum í útlit sitt og karlarnir troði jafnvel bótoxi í ennið sitt. Það er nefnilega Óskarskvöld, mesta glamúrveisla ársins þar sem tár, gremja og gleði ráða ríkjum.

Lífið

Neeson á toppinn

Hver hefði trúað því að Liam Neeson ætti eftir að verða næsta ofurstjarna í Hollywood á sextugsaldri? Sennilega Liam Neeson en nýjasta kvikmynd hans, Unknown, settist makindalega í toppsætið í Bandaríkjunum um helgina. Neeson, sem áður fékk einungis hlutverk lífsleiðra manna eða nasistaforingja, hefur náð augum og eyrum Hollywood-framleiðenda og verður að teljast heitasta „gamalmenna“-hetjan um þessar mundir. Hefur allavega skotið Harrison Ford ref fyrir rass.

Lífið

Kröftugir tónleikar

Rokksveitin Agent Freso hélt útgáfutónleika á dögunum í tilefni fyrstu plötu sinnar, A Long Time Listening, sem kom út fyrir síðustu jól.

Lífið

Kiefer undirbýr nýja sjónvarpsseríu

Kiefer Sutherland og Charlie Sheen eiga tvennt sameiginlegt. Þeim tókst báðum næstum að rústa ferli sínum með eiturlyfjaneyslu og brennívini og var báðum bjargað af sjónvarpi. Sutherland blés miklu lífi í sinn feril sem Jack Bauer í 24 og Charlie Sheen á fyrir sínum reikningum með þáttaröðinni Two and a Half Men.

Lífið

John Grant á Airwaves

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í október. Grant náði athygli tónlistarunnenda með plötunni The Queen of Denmark á síðasta ári og var hún valin plata ársins hjá breska tónlistartímaritinu Mojo.

Lífið

Hefner í það heilaga

Hugh Hefner hefur tilkynnt að hann hyggist kvænast hinni brjóstgóðu Crystal Harris hinn 18. júní. Athöfnin fer að sjálfsögðu fram á Playboy-setrinu. Þetta kom fram í spjallþætti Piers Morgan á CNN.

Lífið

Fjörug frumsýningarhelgi

Íslenskir kvikmyndahúsagestir þurfa ekki að kvarta undan skorti á fjölbreytileika í íslenskum kvikmyndahúsum. Háskólabíó sýnir gamlar og góðar á mánudögum, í Bíó Paradís er hægt að sjá klassíkina á hvíta tjaldinu og stóru kvikmyndahúsin frumsýna fjórar en ákaflega ólíkar kvikmyndir um helgina.

Lífið

Ensími með útgáfutónleika

Ensími heldur útgáfutónleika á Nasa á laugardagskvöld til að fylgja eftir sinni fjórðu plötu, Gæludýr, sem kom út fyrir síðustu jól. Hljómsveitin ætlar að leggja mikinn metnað í hljóð- og ljósavinnslu þessa kvöldstund.

Lífið

Tveggja bóka samningur Yrsu

„Þetta eru mikil gleðitíðindi. Það undirstrikar sterka stöðu Yrsu á breskum bókamarkaði að þeir skuli kaupa bók sem þeir hafa ekki séð og vita ekkert um,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld.

Lífið

Costner í Superman

Kevin Costner hefur undanfarin ár verið samnefnari fyrir sjálfumglaðar og vondar kvikmyndir. Það er sorglegt, því Costner átti frábæra spretti á níunda áratug síðustu aldar en gleymdi sér við að horfa á sjálfan sig.

Lífið

Sýnir fyrir 400 hákarla í kvikmyndabransanum

„Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla.

Lífið

Bieber fær vasapeninga

Þótt auðæfi Justins Bieber séu metin á hundrað milljónir dala getur hann ekki gengið um þær feitu hirslur eins og honum sýnist, því fjárhaldsmaður hans úthlutar honum mánaðarlega vasapeninga. Svo skemmtilega vill reyndar til að fjárhaldsmaður Biebers er mamma hans.

Lífið

Benedikt bíður eftir símtali frá Hollywood

"Þetta er djobb fyrir íslenskan leikara, það er að segja ef það verður íslenskur útrásarvíkingur í þessari mynd eins og þeirri dönsku,“ segir Benedikt Erlingsson. Mitchell Hurwitz, skapari gamanþáttanna Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að kvikmyndinni Direktören for det hele eftir Lars von Trier.

Lífið