Lífið

Djúpið heimsfrumsýnd í Toronto

Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september. Myndin verður sýnd í flokknum Special Presentations sem heldur utan um stærstu myndir hátíðarinnar eftir kvikmyndagerðarmenn sem eru leiðandi í fagi sínu í heiminum.

Lífið

Engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af Þórunni

"Við vildum hafa myndbandið bjart og fallegt og að það fengi fólk til að dilla sér og brosa. Rauði þráðurinn er ástfangið par í helgarferð,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir um væntanlegt myndband við lag sitt So High.

Tónlist

Uppnám vegna framhjáhalds

Uppnám er í Twilight-heimi vegna fregna af framhjáhaldi leikkonunnar Kristen Stewart með leikstjóra myndarinnar Snow White and the Huntsman, Rupert Sanders.

Lífið

Afskaplega ástfangin

Angelinu Jolie og Brad Pitt er ætlað að eyða ævinni saman ef marka má orð vinar þeirra, skartgripahönnuðarins Roberts Procop. Hann hannaði trúlofunarhring Jolie og hefur þekkt parið í nokkur ár.

Lífið

Dorrit kom villuráfandi hundi til bjargar

Dorrit Mousaieff forsetafrú kom hundinum Sesar til bjargar þegar hún og Ólafur Ragnar voru stödd í Garðabæ á dögunum. Hundurinn slapp einhvern veginn út af heimili í Garðabæ og ráfaði þaðan sem leið lá að Garðatorgi fyrir utan verslun Hagkaupa . Vildi þá svo vel til að forsetafrúin sjálf, frú Dorrit Moussaieff var þar stödd í erindagjörðum og Ólafur Ragnar maður hennar einnig. Hann beið í forsetabílnum.

Lífið

Hundruðir nota happy hour-app

Heimur snjallsímaeigenda tekur stöðugum framförum og það allra heitasta í dag er smáforrit, eða svokallað app, sem nefnist Reykjavík Appy Hour.

Lífið

Gylfi rífur upp vinsældir Tottenham á Íslandi

„Það hefur verið um tíu prósent fjölgun á klúbbmeðlimum frá því að þetta Gylfaævintýri hófst allt saman um síðustu mánaðamót og ég hugsa að það eigi bara eftir að aukast þegar deildin fer af stað,“ segir Birgir Ólafsson, formaður Tottenham-klúbbsins á Íslandi.

Lífið

Geir með trommara Simpsons

"Ég er með hluta af bestu hljómlistarmönnum Íslands, Don Randi, fyrrum píanóleikara Frank Sinatra, og einum besta trommuleikara heims sem heitir Bernie Dresel,“ segir Geir Ólafsson sem var við upptökur í Stúdíói Sýrlandi fyrir væntanlega hljómplötu sína í síðustu viku ásamt einvalaliði tónlistarmanna og Þóri Baldurssyni, sem stýrði upptökunum.

Tónlist

Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna

"Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu.

Tíska og hönnun

Settlegur í kynlífinu

Russel Brand segir smekk sinn á kynlífi hafa róast með árunum. Í útvarpsviðtali við Howard Stern á dögunum sagði hann áhuga sinn á klámi hafa minnkað til muna á undanförnum árum og að hann væri allur orðinn settlegri og alvarlegri í bólinu.

Lífið

Tónleikar í Bíó Paradís á fimmtudögum

Þegar vora tekur og sólin fer að skína missir hin myrkrum þjakaða þjóð allan áhuga á að sitja í dimmum bíósal og borða popp. Þetta hefur ekki farið fram hjá þeim sem reka Bíó Paradís. Þess vegna verða ekki bíósýningar í sal eitt á fimmtudagskvöldum klkukkan tíu heldur tónleikar í staðinn.

Lífið

Söngfuglarnir í Hamrahlíð frumflytja íslenskar tónsmíðar

Hamrahlíðarkórinn frumflytur nýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Móðir mín í kví, kví og Bí, bí og blaka á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld. Hafliði lauk við þessar útsetningar nú í vor og tileinkar þær Þorgerði og "söngfuglunum í Hamrahlíð".

Tónlist

Transkona opnar sig á hvíta tjaldinu

„Þetta er auðvitað bara mín saga og ég ákvað að segja hana vegna þess að ég hefði svo sannarlega þurft að horfa á svona mynd þegar ég var yngri,“ segir Hrafnhildur sem er viðfangsefni heimildarmyndar sem ber nafn hennar, Hrafnhildur.

Lífið

Leikstýrir Skaupinu í fjórða skipti

Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Áramótaskaupinu í ár og er þetta í fjórða sinn sem hann leikstýrir Skaupinu. Gunnar Björn mun að öllum líkindum einnig koma að handritaskriftunum líkt og fyrri ár og segir Skaupið skemmtilegt verkefni þó það geti oft á tíðum verið stressandi.

Lífið

LungA lauk með bónorði

"Það var fullt af ókunnugu fólki að koma upp að manni með tárin í augunum og knúsa mann. Í gær voru síðan allir að gefa okkur "high five“ og segja hvað þetta hefði verið æðislegt,“ sagði Valdís Helga Þorgeirsdóttir í gærmorgun en kærastinn hennar Óli Valur Þrastarson fór niður á skeljarnar uppi á sviði að útitónleikum listahátíðarinnar LungA loknum aðfaranótt sunnudags.

Lífið

Hollywood-stjörnur fitnessheimsins koma til Íslands

„Þau eru bæði hálfgerðar Hollywood-stjörnur og með milljónir aðdáenda sem fylgjast með þeim í gegnum netið,“ segir kraftajötuninn Hjalti Úrsus um þau Ronnie Coleman og Larissu Reis sem eru væntanleg til landsins í nóvember. Þau koma hingað til að taka þátt í árlegu vörusýningunni Iceland Health and Fitness Expo sem Hjalti stendur fyrir ásamt Fitness Sporti.

Lífið

Gylfi Sig styður Hjóla-Róbert

"Ég ætla að hjóla eftir þjóðvegi eitt og þetta eru alls um 1.332 kílómetrar,“ segir Róbert Þórhallsson hjólakappi, sem leggur upp í hringferð um Ísland 7. ágúst til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB).

Lífið

Gefa út einstakt smárit um list

"Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta,“ segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni.

Menning

Frá Séð og Heyrt í slúðrið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona og fyrrum ritstjóri Séð og heyrt heldur úti bloggsíðunni Glysborgin.wordpress.com þar sem hún segir fréttir af stjörnunum í Hollywood.

Lífið

Crowe vill ekki athygli

Starfsliðinu í kringum Noah, nýjustu kvikmynd Darrens Aronofsky, var boðið til sérstakrar forsýningar á nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, í Sambíóunum Egilshöll klukkan fjögur í gær. Fljótlega kvisaðist út að stórstirnin Russell Crowe og Anthony Hopkins mundu láta sjá sig á sýningunni og því biðu ljósmyndarar og myndatökumenn á staðnum þegar fólk mætti á staðinn. Biðin reyndist hins vegar til einskis því að hvorugur mætti og var sú skýring gefin að þeir vildu forðast sviðsljósið.

Lífið

Stallone fylgdi syni sínum til grafar

Sylvester Stallone fylgdi Sage, syni sínum, til grafar í gær. Athöfnin fór fram í kirkju í Los Angeles. Líki Sages var síðan ekið í kirkjugarðinn þar sem hann var grafinn. Sage, sem er elsti sonur Sylvesters, fannst látinn þann 13. júlí síðastliðinn í íbúð sinni í Los Angeles. Frumniðurstöður krufningar hafa engu ljósi varpað á það hvers vegna Sage lést og því getur þurft að bíða í tvo mánuði þar til niðurstöður eiturefnaprófa verða ljósar.

Lífið

Fastakúnnar Frúarinnar felldu tár

Verslunin Frúin í Hamborg hættir rekstri þann 28. júlí næstkomandi. Verslunin hefur verið starfrækt í tíu ár og nýtur mikilla vinsælda meðal Akureyringa sem og innlendra og erlendra ferðamanna.

Lífið

Ný bardagaíþrótt fyrir hvern sem er

„Hapkido er bardagalist ættuð frá Kóreu og að mörgu leyti náskyld taekwondo og aikido. Það má líkja þessu við innanhúsfótbolta og utanhúsfótbolta, eiginlega sama íþróttin en öðruvísi reglur, aðferðir og spilamennska,“ segir Sigursteinn Snorrason, yfirþjálfari Hapkido Iceland, sem er nýkominn heim frá Kóreu þar sem hann bjó og vann sem taekwondo-þjálfari.

Lífið

Læðan Tsuki komst heim eftir tæpt ár á vergangi

„Ég varð mjög hissa því ég var orðin vonlaus um að hún mundi nokkurn tímann skila sér og eiginlega búin að taka það í sátt að hún væri horfin að eilífu. Við áttum annan kött sem hafði horfið sporlaust og því vorum við ekki vongóð um að Tsuki mundi finnast,“ segir Karólína Vigdís Ásgeirsdóttir sem endurheimti nýverið læðuna Tsuki sem hafði horfið sporlaust af heimili sínu í september í fyrra.

Lífið

Emmy-tilnefningarnar koma fæstum á óvart

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar á fimmtudag. Sjónvarpsþættirnir Mad Men og American Horror Story fengu flestar tilnefningar í ár. Mad Men og American Horror Story fengu sautján tilnefningar hvor. Einnig vakti athygli að allir karlleikarar Modern Family voru tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningarnar koma líklega fáum á óvart enda eru tilnefndir þættir með þeim vinsælustu í dag.

Lífið

Skrímslin, Nemó og Viddi aftur á tjaldið?

Sögur herma að framhaldsmynd um fiskinn vinalega hann Nemó sé væntanleg á hvíta tjaldið innan skamms. Samkvæmt fréttamiðlinum Telegraph hefur leikstjórinn Andrew Stanton verið fenginn til að leikstýra ævintýrinu öðru sinni en hann leikstýrði einnig fyrri myndinni, Finding Nemo, sem kom út árið 2003. Sú mynd halaði inn um 200 milljarða króna auk þess sem hún vann til Óskarsverðlauna. Þá er einnig verið að vinna í þrívíddarútgáfu af Finding Nemo og kemur sú mynd út á undan framhaldsmyndinni.

Lífið

Saman á ný

Drengjasveitin Backstreet Boys vinnur að sinni fimmtu plötu og er þetta í fyrsta sinn sem allir meðlimir sveitarinnar koma saman í hljóðveri síðan árið 2005.

Tónlist

Grillmarkaðurinn með besta borgarann

„Við erum alveg geigvænlega hrifin af borginni og okkar hlutverk er meðal annars að benda lesendum á hluti sem þeir ættu að prófa,“ segir Haukur S. Magnússon, annar ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine, sem gaf út sitt fjórða árlega „Best í Reykjavík“ tölublað á dögunum. Þar hljóta sjötíu staðir og fyrirbæri lof fyrir að vera bestir á sínu sviði.

Lífið