Lífið

Reynslubolti formaður dómnefndar á RIFF

„Við erum í skýjunum að fá svona reynslubolta til liðs við okkur í ár,“ segir Hrönn Marínósdóttir hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, en formaður dómnefndar á hátíðinni í ár verður Geoffrey Gilmore, stjórnandi Tribeca-hátíðarinnar.

Lífið

Hætt við Dans Dans Dans

Í viðtali við Lífið í dag talar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir meðal annars um haustið á Rúv og þau verkefni sem framundan eru hjá sér.

Lífið

Full af svörtu gamni

Keira Knightley og Steve Carell fara með aðalhlutverkin í svörtu kómedíunni Seeking a Friend for the End of the World sem kemur í bíóhúsin á föstudaginn. Loftsteinninn Matilda stefnir á jörðina og heimsendir er boðaður innan þriggja vikna. Eiginkona persónu Carells, Dodge Petersen, yfirgefur hann þegar þau heyra fréttirnar og hann ákveður í kjölfarið að leggja upp í vegferð á heimaslóðir til að endurnýja kynnin við æskuástina sína Oliviu.

Lífið

Venjulegt líf Kate Hudson

Leikkonan Kate Hudson var elt af æstum ljósmyndurum á meðan hún gerði heiðarlega tilraun til að eiga venjulegan dag með sonum sínum tveimur.

Lífið

Woody Allen og stjörnurnar í Róm

Nýjasta mynd Woodys Allen, To Rome With Love, kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Myndin segir sögu nokkurra ólíkra einstaklinga í borginni Róm á Ítalíu og ævintýrin sem þeir lenda í þar og hvernig þau fléttast saman.

Lífið

Fær hærri laun en strákarnir

Konur í Hollywood virðast ekki þurfa að berjast gegn launamuni kynjanna ef marka má nýjustu fréttir af samningum fyrir aðra myndina af þrennunni um Hunger Games, Catching Fire.

Lífið

Kjarnorkuárásanna á Japan minnst

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírosíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í kvöld.

Menning

Bjartsýn fyrir seinni hálfleik

"Það hittist þannig á að ég er á Grænlandi og verð þar á þessum tímamótum," segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem á fimmtíu ára afmæli á morgun. Það var ekki með ráðum gert að vera að heiman á afmælisdaginn; Siv er í vinnuferð á fundi með stjórn Norræna menningarsjóðsins sem ræðir nú framtíðaráherslur sínar. Hún sýtir það hins vegar ekki að vera á Grænlandi á afmælinu.

Lífið

Sýnir sixpakkann

Það er ekki hægt að segja að hasarleikarinn Jean-Claude Van Damme, 51 árs, sé ekki í góðu formi. Eins og sjá má á myndunum sýndi Jean-Claude sixpakkann með glöðu geði...

Lífið

Vildu fá Pussy Riot

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, hafði samband við talsmann rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot.

Lífið

Ekki hætt saman

Það er ekki tekið út með sældinni að vera kærustupar í Hollywood eins og leikkonan Jennifer Aniston og leikarinn Justin Theroux hafa þurft að upplifa frá því þau byrjuðu saman. Slúðurmiðlar vestan hafs básúna um þessar mundir fréttir um að þau séu hætt saman...

Lífið

Aftur í syndabælið

Leikarinn Mickey Rourke gæti mögulega snúið aftur sem Marv í kvikmyndinni A Dame To Kill For sem er framhaldsmynd Sin City. Samkvæmt Empire Magazine á Rourke nú í viðræðum við framleiðendur um þátttöku sína í myndinni.

Lífið

Heidi Klum súpermamma

Heidi Klum er ekki bara ofurfyrirsæta heldur ofurmamma ef marka má allar þær myndir sem birtast af henni með börnum sínum í pressunni vestan hafs. Í vikunni sást meðal annars til hennar í skemmtigarði sem og í hádegismat í stórborginni New York með þau Leni Samuel, Johan Samuel, Henry Samuel og Lou Samuel en þau á hún með fyrrverandi eiginmanni sínum og söngvaranum Seal.

Lífið

Fjölmenni á frumsýningu Ragnhildar Steinunnar

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fullt út úr dyrum í Bíó Paradís á frumsýningu heimildarmyndar Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Hrafnhildur, sem fjallar um Hrafnhildi sem fór í kynleiðréttingu. Ragnhildur Steinunn prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun föstudag.

Lífið

Fyrrverandi eiginmaður Winehouse í öndunarvél

Blake Fielder-Civil, fyrrverandi eiginmanni Amy Winehouse, er haldið sofandi í öndunarvél eftir óhóflega drykkju og lyfjaneyslu. Unnusta Blakes fann hann andstuttan á föstudag og var hann fluttur með hraði á spítala. Þar varð ljóst að fjölmörg líffæri virkuðu ekki sem skyldi. Blake hitti unnustu sína í meðferð fyrir þremur árum. Hún sagðist í samtali við fjölmiðla í gær biðja fyrir því að hann myndi lifa af. Hún búi sig hins vegar undir það að hann vakni aldrei.

Lífið

Glimmerskreytt geðveiki

Rafpoppararnir í Passion Pit sendu frá sér aðra breiðskífu sína á dögunum en hafa þurft að aflýsa tónleikum vegna slæmrar geðheilsu söngvarans.

Tónlist

Liberty Ross losar sig við giftingahringinn

Leikkonan Liberty Ross hefur verið mynduð síðustu daga án giftingarhringsins en hún er gift leikstjóranum Rupert Sanders sem hélt fram hjá henni með leikkonunni Kristen Stewart eins og frægt er orðið. Ross hefur fjarlægt hringinn af fingri sér og flaggað því fyrir ljósmyndara í Los Angeles á meðan Sanders heldur greinilega enn þá í vonina því leikstjórinn skartar enn sínum hring.

Lífið

Hænsnabrúðkaup og rokktónleikar

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst með pompi og prakt í dag og stendur yfir helgina. Rokkið verður í hávegum haft í kvöld þegar Kiryama Family, Wicked Strangers, hljómsveitin Elín Helena, Foreign Monkeys, Caterpillarmen og Vintage Caravan koma fram í Miðbæjargarðinum. Mannakorn og Stuðlabandið halda fjörinu gangandi annað kvöld og á laugardaginn leika Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvalds og Þorvaldur Halldórs fyrir dansi í hátíðartjaldinu. Þá verður einnig boðið upp á sléttusöng, flugeldasýningu og margt fleira.

Lífið

Stallone syrgir soninn í Cannes

Sylvester Stallone, 66 ára, er staddur í Cannes í Frakklandi ásamt fjölskyldunni á lúxussnekkju eins og sjá má á myndunum í myndasafni. Eiginkona hans Jennifer Flavin og börnin þeirra Sophia, Sistine og Scarlet njóta lífsins um borð en syrgja á sama tíma bróður sinn, Sage Stallone, sem fannst látinn aðeins 36 ára að aldri eftir banvænan skammt af fíkniefnum í júlí.

Lífið

Glímir við ókunnugan ljósmyndaþjóf á alheimsnetinu

"Hún sendi mér póst í byrjun vikunnar þar sem hún þakkar mér fyrir að setja myndirnar mínar inn á Facebook svo hún geti stolið þeim. Ég áttaði mig þá á því að hún hlyti að vera vinur minn á Facebook og þá undir öðru nafni þannig ég ákvað að fara í gegnum vinalistann minn og henda út öllum sem ég þekkti annað hvort lítið eða ekkert. Síðan þá hef ég fengið um fimm vinabeiðnir á dag frá henni og alltaf undir nýju nafni,“ segir María Guðrún Rúnarsdóttir nemandi í ljósmyndun við BTK skólann í Berlín. Ókunnug manneskja er kallar sig Maejapaejapictures á Facebook hefur stolið fjölda mynda Maríu Guðrúnar en segir síðuna vera aðdáendasíðu.

Lífið

Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg

"Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld.

Menning

Védís hefur sólóferilinn að nýju

„Þetta er svo ríkt í mér og það sem gerir mig hamingjusamasta og það liggur beinast við að rækta garðinn sinn,“ segir söngkonan Védís Hervör Árnadóttir. Hún flytur eigin tónsmíðar í fyrsta sinn í langan tíma annað kvöld sem gestur Ragnheiðar Gröndal í tónleikaröð hennar á Café Haiti klukkan hálf tíu.

Tónlist

Fótboltahetja fækkar fötum

Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo, 27 ára, hefur ekkert til að skammast sín fyrir þegar kemur að líkamsbyggingu og hreysti en hann afklæddist...

Lífið

Robert talar í beinni

Sjarmörinn raunamæddi, Robert Pattinson, hefur boðað komu sína í ameríska þáttinn Good Morning America á miðvikudaginn í næstu viku, 15. ágúst.

Lífið

Stiller vill fá Íslendinga

Fyrirsætufyrirtækið Eskimo-Casting á Íslandi leitar nú logandi ljósi að íslensku sjósunds- og þríþrautarfólki fyrir hönd kvikmyndafyrirtækisins Fox Studios.

Lífið

Strandvörður í hjólastól í sigurliði mýrarboltans

„Auðvitað langar mann alltaf ógeðslega mikið að fara inn á völlinn og spila með, en stemningin í liðinu okkar er svo rosalega góð og mikið sprellað og haft gaman svo það er alveg þvílíkt skemmtilegt hjá okkur utan vallar líka,“ segir hin 22 ára gamla Arna Sigríður Albertsdóttir, fyrirliði Team Hasselhoff sem sigraði í kvennadeild mýrarboltans á Ísafirði í ár.

Lífið