Lífið

Aftur í syndabælið

Mickey Rourke gæti snúið aftur sem Marv í framhaldsmynd Sin City.nordicphotos/getty
Mickey Rourke gæti snúið aftur sem Marv í framhaldsmynd Sin City.nordicphotos/getty
Leikarinn Mickey Rourke gæti mögulega snúið aftur sem Marv í kvikmyndinni A Dame To Kill For sem er framhaldsmynd Sin City. Samkvæmt Empire Magazine á Rourke nú í viðræðum við framleiðendur um þátttöku sína í myndinni.

Í Sin City lék Rourke harðjaxlinn Marv sem var tekinn af lífi í lok myndarinnar eftir að hann hefndi dauða vinkonu sinnar. Endalok Marv í Sin City hafa þó ekki áhrif á endurkomu Rourke því sagan er ekki sögð í réttri tímaröð. Áætlað er að A Dame To Kill For verði frumsýnd í október á næsta ári og verður myndin í þrívídd.

Rourke er einnig í viðræðum við leikstjórann Albert Hughes um hlutverk í kvikmyndinni Motor City. Gerard Butler mun fara með aðalhlutverkið í þeirri mynd en óljóst er hvaða hlutverk Rourke mun leika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.