Lífið

Hugh Grant með giftri prinsessu

Svo virðist sem Hugh Grant sé byrjaður að slá sér upp með nýrri konu. Og það engri slordrottningu, heldur búlgarskri prinsessu. Undanfarið hefur fjöldi mynda náðst af leikaranum, með hinni tæplega fertugu Rosario prinsessu af Búlgaríu.

Lífið

Ægilegt að hugsa til barna sem eiga bágt

Mér finnst alveg nauðsynlegt að styðja við börn úti í heimi í þeirri von að maður hjálpi þeim til bjartari framtíðar. Það er ægilegt að vita til allra þeirra barna sem ekki eiga góða að eða eiga mjög takmarkaða möguleika á menntun og mér finnst það liggur við skylda mín að taka þátt í svona starfi," segir Björg.

Lífið

Sebastian Tellier á leið til landsins

Miðasala á tónleika franska popparans Sebastian Tellier í ágúst er hafin. Tellier er íslendingur að góðu kunnur eftir þáttöku sína í Eurovision í maí. Þar átti hann að margra mati eina lagið sem átti einhvern möguleika á vinsældum tónleikahallarinnar í Serbíu.

Lífið

Segir Garðar Thor í flokki með Pavarotti og Placido Domingo

Breska blaðið Daily Express fer fögrum orðum um væntanlega plötu Garðars Thors Cortes í dag. Gagnrýnandi blaðsins gefur plötunni fjórar stjörnur, og segir hana sanna endanlega að tenórinn fagri sé í flokki með stórstjörnum bransans á borð við Pavarotti og Placido Domingo.

Lífið

Katie Holmes fær að halda nafninu

Eiginmaður hennar er hrifnari af því að hún kalli sig „Kate“ Holmes en "Katie", en þegar leikkonan stígur á svið á Broadway í haust mun hún nota nafnið sem foreldrar hennar gáfu henni.

Lífið

Angelinu skipt út fyrir Agyness

Það er allt í blússandi gangi í fjölskyldulífi hinnar kasóléttu Angelinu Jolie, en hið sama verður ekki sagt um starfsframann. Nú ganga þær sögur fjöllum hærra að japanski snyrtivöruframleiðandinn Shiseido hyggist segja upp samningi við hana. Angelina hefur verið andlit fyrirtækisins frá árinu 2006, en ætlunin ku vera að skipta henni út fyrir fyrisætuna Agyness Deyn á haustmánuðum.

Lífið

Fjölnir berst fyrir syni sínum

„Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember.

Lífið

Glæpasagnadrottning með barn á brjósti

Það eru ekki mörg pör sem slökkva á sjónvarpinu til þess að skrifa glæpasögur. Valur Grettisson, blaðamaður og unnusta hans Hanna Ólafsdóttir, lentu í öðru sæti glæpasagnakeppni Mannlífs. Sagan um Torfa lögga var skrifuð þegar Hanna var á steypinum.

Lífið

Halda nýársfagnað í Hljómskálagarðinum

"Þetta verkefni snýst um að fagna nýju ári á Íslandi," segir Ellen Nyman, leikkona, sem hyggst fagna nýju ári á Íslandinn næstkomandi laugardaginn klukkan 14:03 ásamt hópi íslenskra og danskra listamanna.

Lífið

Garðar á vinsældalista áður en platan kemur út

"Það er gaman að sjá þetta og þetta lofar bara góðu,“ segir Einar Bárðarsson umboðsmaður. Ný plata Garðars Thors Cortes situr í sjöunda sæti yfir mest seldu klassísku plötur hjá tónlistaversluninni HMV, og það þó hún komi ekki út fyrr en á mánudag. Einar er að vonum ánægður með stöðuna, en segir þó erfitt að meta hvað þetta þýðir fyrir sölu plötunnar síðarmeir. „Það kemur í ljós í næstu viku.“

Lífið

Bætist í barnabarnahóp Vilhjálms

„Þetta er náttúrulega það sem gefur lífinu gildi," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Borgarráðs. Hann á von á sínu sjöunda barnabarni í desember, þegar Jóhanna dóttir hans eignast sitt þriðja barn. Barnabarnahópurinn er þó ekki upptalinn, því Guðrún eiginkona Vilhjálms á fimm barnabörn.

Lífið

Herbert Guðmundsson tapar dómsmáli - boðar til blaðamannafundar

Dómur er fallinn í „þakmálinu“ svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunn sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,9 milljónir króna til húsfélagsins auk málskostnaðar. „No comment,“ sagði Herbert þegar Vísir hafði samband við hann. „Við erum að fara yfir dóminn og ætlum ekki að tjá okkur um hann strax. Þetta er algjör skandall og við munum boða til blaðamannafundar á næstunni,“ sagði söngvarinn.

Lífið

Bandaríkjamaður á besta aldri gefur lim sinn á Reðursafnið

52 ára gamall kaupsýslumaður frá Colorado í Bandaríkjunum mun gangast undir aðgerð á næstunni. Þar verður limur hans fjarlægður og ánafnaður Reðursafninu á Húsavík í fullri reisn ásamt eistum. Vísir hefur áður sagt frá manninum sem vill láta kalla sig Tom Mitchell.

Lífið