Lífið

Garðar á vinsældalista áður en platan kemur út

"Það er gaman að sjá þetta og þetta lofar bara góðu," segir Einar Bárðarsson umboðsmaður. Ný plata Garðars Thors Cortes situr í sjöunda sæti yfir mest seldu klassísku plötur hjá tónlistaversluninni HMV, og það þó hún komi ekki út fyrr en á mánudag. Einar er að vonum ánægður með stöðuna, en segir þó erfitt að meta hvað þetta þýðir fyrir sölu plötunnar síðarmeir. „Það kemur í ljós í næstu viku."

Einar segir spennandi tíma framunan fyrir íslenska tónlist í Bretlandi, enda fleiri að gera það gott en Garðar. „Sigurrós er á frábærri siglingu hérna og það verður spennandi að sjá hvað gerist hjá þeim á listanum í næstu viku. Mikill íslenskur presence - nýtt þorskastríð kannski?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.