Lífið

Þriðja barnið á leiðinni hjá Mark Wahlberg

Mark Wahlberg og kærastan.
Mark Wahlberg og kærastan.

Leikarinn Mark Wahlberg og kærasta hans Rhea Durham eiga von á þriðja barninu. Í september 2003 gaf leikarinn kærustunni myndarlegan demantshring, þegar dóttir þeirra Ella fæddist, og nú er því haldið fram í fjölmiðlum vestra að gifting er að næsta leiti því að sögn vina parsins eru þau farin að undirbúa brúðkaupið.

Mark Wahlberg lék í Óskarverðlaunamynd Scorsese, The Departed og var tilnefndur sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.