Lífið

Grænt upphitunarpartí fyrir Hróarskeldu á Organ

Bloodgroup
Bloodgroup

Rás 2 mun á morgun, föstudag, halda sérstakt grænt upphitunarpartí fyrir Hróarskeldu á Organ í Hafnarstræti. Fram koma hljómsveitirnar Dikta og Bloodgroup en sú síðarnefnda spilar einmitt á Hróarskeldu í ár.

Rás 2 hefur undanfarnar vikur verðlaunað nokkra hlustendur með miðum á Hróarskeldu og flugmiðum til og frá Íslandi með hjálp styrktaraðila og lokahnykkurinn á samstarfinu þessir umræddu tónleikar.

Andrea Jóns og Matti á Rás 2 sjá um að halda fólki heitu fyrir og eftir tónleikana með skífuþeytingi og tveir heppnir tónleikagestir á Organ þetta kvöld vinna miða á Hróarskeldu í ár.

Miðaverð er þúsund krónur og einn eðalgrænn fylgir með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.