Lífið

Bætist í barnabarnahóp Vilhjálms

„Þetta er náttúrulega það sem gefur lífinu gildi," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Borgarráðs. Hann á von á sínu sjöunda barnabarni í desember, þegar Jóhanna dóttir hans eignast sitt þriðja barn. Barnabarnahópurinn er þó ekki upptalinn, því Guðrún eiginkona Vilhjálms á fimm barnabörn.

„Þetta er mikil eign," segir Vilhjálmur sem reynir að sinna afahlutverkinu sem best hann getur. Góð aðstaða er fyrir barnabörnin á heimili hans og Guðrúnar í Breiðholtinu, og segir Vilhjálmur börnin ávallt velkomin þangað. „Það er gaman að tala við fólk sem er ómengað af pólitík og veseni, og lítur á hlutina með opnum hug."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.