Lífið

Angelinu skipt út fyrir Agyness

Það er allt í blússandi gangi í fjölskyldulífi hinnar kasóléttu Angelinu Jolie, en hið sama verður ekki sagt um starfsframann. Nú ganga þær sögur fjöllum hærra að japanski snyrtivöruframleiðandinn Shiseido hyggist segja upp samningi við hana. Angelina hefur verið andlit fyrirtækisins frá árinu 2006, en ætlunin ku vera að skipta henni út fyrir fyrisætuna Agyness Deyn á haustmánuðum.

Það hrynja því af henni samningarnir. Tískuhúsið St. John sagði upp samningi sínum við leikkonuna í síðasta mánuði, en hún hafði verið andlit þess í þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.