Lífið

Halda nýársfagnað í Hljómskálagarðinum

SB skrifar
Ellen Nyman ásamt Tue Biering, leikstjóra, Nicolaj Spangaa og Jóni Atla Jónassyni leikskáldi.
Ellen Nyman ásamt Tue Biering, leikstjóra, Nicolaj Spangaa og Jóni Atla Jónassyni leikskáldi.
"Þetta verkefni snýst um að fagna nýju ári á Íslandi," segir Ellen Nyman, leikkona, sem hyggst fagna nýju ári á Íslandinn næstkomandi laugardaginn klukkan 14:03 ásamt hópi íslenskra og danskra listamanna.

"Við höfum fylgst með fréttum af fjármálakrísunni á Íslandi og okkur er ekki sama. Maður spyr sig eiginlega hvað sé að gerast? Hvernig ætli fólki líði sem horfir á lánin hækka og krónuna falla en getur ekkert gert."

Ellen segist sjálf hafa upplifað kreppu. Hún er frá Svíþjóð og útskýrir að árið 1992 hafi sænska krónan fallið um 25%.

"Þetta var ekkert í líkingu við það sem er að gerast hjá ykkur en ég tapaði miklu. Og maður upplifði sig svo varnarlausan því maður hafði engin áhrif. Allt sem maður átti var undir einhverjum pólitíkusum og fjármálamörkuðum komið."

Tilgangurinn með nýársfagnaðnum á Laugardaginn er að gefa Íslendingum tækifæri til að byrja upp á nýtt. Reist verður stórt tjald í Hljómskálagarðinum, á grasblettinum við tjörnina fyrir neðan Tjarnarborg. Almenningur er hvattur til að mæta og taka þátt í gleðinni.

"Á gamlárskvöld kveður maður það gamla og horfir björtum augum fram í tíman. Við viljum gefa fólki tækifæri til að núllstilla klukkurnar. Svo fær fólk einnig annað tækifæri til að strengja nýársheit," segir Ellen og hær.

Íslendingar eru vanir að sprengja gamla árið burt með skoteldum og risatertum. Miðað við boðskap dönsku leikarana er ólíklegt að kveikt verði í peningum að íslenskum sið á nýársfögnuðinum á laugardaginn.

"Nei, við verðum kannski með einhverja kínverja en aðallega treystum við á að ímyndunaraflið hjálpi fólki að komast í réttu stemninguna," segir Ellen og tekur fram að viðburðinn á laugardaginn sé ekki list - þau séu einfaldlega nágrannar sem vilji hjálpa frændum sínum á þessum síðustu og verstu...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.