Lífið

Benjamin með 13 Óskarstilnefningar

Rómantíska fantasían The Curious Case of Benjamin Button hlaut þrettán tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár. Næst á eftir kom Slumdog Millionaire með tíu tilnefningar.

Lífið

Yfirgefur Bad Seeds

Mick Harvey, einn af stofn­endum hljómsveitarinnar Nick Cave and the Bad Seeds, hefur ákveðið að yfirgefa hljómsveitina. „Af ýmsum persónulegum og öðrum ástæðum hef ég ákveðið að hætta samstarfi mínu við Nick Cave & the Bad Seeds,“ sagði í yfirlýsingu frá Harvey. „Eftir 25 ár yfirgef ég hljómsveitina á einum af mörgum hápunktum hennar; í mjög heilbrigðu ásigkomulagi og með frábærar framtíðarhorfur.“

Lífið

Raunveruleikaþáttur um Ásdísi Rán í bígerð

„Það er svo sem engin merkileg ástæða. Ég bara er í smá hvíld," svarar Ásdís Rán aðspurð um ástæðuna fyrir því að hún er hætt að blogga. „Þrátt fyrir það hef ég tekið eftir mörgum bloggurum þar sem fólk kvartar undan athyglinni sem ég fæ í fjölmiðlum og kanski ekki alveg ástæðan hjá mér með þessu bloggi að vera pirra fólk heldur frekar aðstoða," segir Ásdís Rán og hlær.

Lífið

Lögregla keyrði á tónlistarmann

„Ég stóð þarna og var að láta skoðun mína í ljós, án ofbeldis af nokkru tagi, og uppskar lögreglubíl í fangið og kylfu í bakið,“ segir Árni Rúnar Hlöðversson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. Árni segir lögreglubíl með fanga innanborðs hafa keyrt á sig á leið frá Alþingishúsinu í mótmælunum á þriðjudag.

Lífið

Eurobandið verðlaunað

Friðrik Ómar og Regína Ósk voru heiðruð fyrir hönd Euro­bandsins í sannkallaðri Euro­vision-veislu sem haldin var í München á laugardaginn. Þessi árlega árshátíð Euro­vision-nörda stóð yfir í heilan dag og var haldin í glæsilegum salarkynnum Wirtshaus zum Isartal. Fólk alls staðar að úr Evrópu mætti til að berja Euro­vision-stjörnurnar augum en yfir tvö hundruð manns fylltu salinn.

Lífið

Íslensk sveit í fótspor Franz Ferdinand

Indísveitin Who Knew er stödd í Berlín þar sem hún heldur tónleika á Roter Salon, sem er með vinsælli tónleikastöðum í borginni. Á meðal hljómsveita sem hafa spilað þar er hin breska Franz Ferdinand.

Lífið

Enn til peningar fyrir íslenska tónlistarmenn

Íslenskt tónlistarlíf, poppið og rokkið ekki síður en annað, hefur á undanförnum árum verið að miklu leyti styrkt af stórfyrirtækjum og auðjöfrum. Nú, þegar heldur betur kreppir að, er spurning hvernig spilast úr.

Lífið

Stundar jóga í flugvél

Uma Thurman kom farþegum á óvart þegar hún hóf að stunda jógaæfingar í flugi milli New York og Salt Lake City í Utah nýverið. Samkvæmt heimildum dagblaðsins New York Post stóð leikkonan upp og fór að gera jógaæfingar í gangveginum milli sætanna, og notaði vagn einnar flugfreyjunnar sem slá á meðan hún teygði á og gerði hnébeygjur í tuttugu mínútur.

Lífið

Leitar að arftökum Quarashi

Athafnamaðurinn Steinar Jónsson leitar þessa dagana að arftökum rappsveitarinnar vinsælu Quarashi. Hann hefur stofnað hljóðverið Stúdíó Róm ásamt félögum sínum og vonast til lokka þangað hæfileikaríka tónlistarmenn, þar á meðal sjóðheita rappara.

Lífið

Jón Gnarr í leikritalestur

Jóni Gnarr er margt til lista lagt: á sunnudaginn leggst hann í leikritalestur og ræðir um Dúfnaveislu Halldórs Laxness, smásöguna úr Sjöstafakverinu og leikritið sem af henni er sprottið.

Lífið

Aldrei fór ég á Rex um helgina

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég á Rex verður haldin á þremur stöðum um helgina. Um er að ræða órafmagnaða hátíð þar sem tæplega fjörutíu tónlistaratriði verða kynnt til sögunnar. Verða þau mestmegnis í höndum trúbadora.

Lífið

Karate Kid ósáttur við endurgerð

Ralph Macchio, sem lék aðalhlutverkið í Karate Kid á níunda áratugnum, vill ekki að myndin verði endurgerð. Hann er ánægður með að aðdáendur fyrstu myndanna hafi mótmælt endurgerðinni. „Það er gott ef fólki finnst að menn eigi ekki að snerta við ákveðnum hlutum. Stundum gera menn það en hefðu kannski betur sleppt því,“ sagði hinn 47 ára Macchio. „Að mínu mati verður erfiðast að fylla skarð Hr. Miyagi og ná fram þeim töfrum sem sú persóna hafði yfir að ráða.“ Jackie Chan mun líklega leika Hr. Miyagi og sonur Wills Smith leikur karatestrákinn.

Lífið

Leika ástfangið par

Jim Carrey og Ewan McGregor leika ástfangið par í svörtu kómedíunni I Love You Phillip Morris sem var frumsýnd á Sun­dance-kvikmyndahátíðinni fyrir skömmu.

Lífið

Landslið tengt hommamynd

Ísland er stundum ekki alveg jafn stórt og íbúar þess vilja láta. Það sannast kannski best í spænsku myndbandablaði.

Lífið

Stjörnurnar heiðra Nick Drake

Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, Dave Grohl úr Foo Fighters og Norah Jones eru á meðal þeirra sem syngja á nýrri plötu til heiðurs enska tónlistarmanninum Nick Drake.

Lífið

Neistaflugið enn til staðar

Titanic-parið Kate Winslet og Leonardo DiCaprio leiða aftur saman hesta sína í hinni dramatísku Revolutionary Road sem verður frumsýnd á morgun. Mörgum er eflaust enn í fersku minni ástarsamband Winslet og DiCaprio í hinni ógnarvinsælu Titanic árið 1997. Neistaflugið á milli þeirra var umtalað og átti tvímælalaust stóran þátt í vinsældum myndarinnar.

Lífið

Gúrúinn með sjö tilnefningar

Hin misheppnaða gamanmynd Mike Myers, The Love Guru, hefur fengið sjö tilnefningar til Razzies-verðlaunanna. Um skammarverðlaun er að ræða þar sem verstu kvikmyndir og leikarar ársins fá viðurkenningar.

Lífið

Mínus sver eið

Að sögn Krumma er nú „geðveikur æsingur“ í hljómsveitinni Mínus að setja allt í gang á ný eftir pásu. „Við höfum svarið þess eið að koma með nýja plötu á þessu ári,“ segir söngvarinn. „Það er mikill metnaður í okkur og við erum byrjaðir að hittast og ræða málin. Næst á dagskrá er bara að hendast í hús, semja, æfa og koma sér í gírinn.“

Lífið

Trumbur og gjöll slegin

Trommuleikarar og áhugamenn um áslátt verða í kvöld aðnjótandi happafengs. Þá flytja tveir ásláttarmenn af heimsklassa nýtt verk eftir Áskel Másson í liði með Sinfóníunni. Það verða þeir Colin Currie frá Englandi og Pedro Carneiro frá Portúgal sem takast á við Crossings og er það í fyrsta sinn sem þeir koma fram hér á landi í frumflutningnum.

Lífið

Winslet með tilbúna ræðu á Bafta

Leikkonan Kate Winslet ætlar að semja þakkarræðu fyrir Bafta-verðlaunin sem verða afhent í næsta mánuði. Ástæðan er tilfinningarík og algjörlega óundirbúin ræða sem hún hélt á Golden Globe-hátíðinni á dögunum. „Ég ætti að hafa ræðu tilbúna vegna þess að á Golden Globe hélt ég að ég myndi ekki vinna,“ sagði Winslet. Winslet er tilnefnd til Bafta-verðlaunanna fyrir hlutverk sín í Revolutionary Road og The Reader.

Lífið

Kira Kira í tónleikaferð um Evrópu

Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, hóf í síðustu viku tónleikaferð um Evrópu. Ferðin stendur yfir til 7. febrúar og alls spilar Kira Kira á tuttugu tónleikum, þar á meðal í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Hollandi og Danmörku. Einnig er í bígerð tónleikaferð um Bretland í apríl og um Austur-Evrópu í sumar.

Lífið

U2 setja í gang

Tólfta hljóðversplata U2 kemur út í byrjun mars en fyrsta lagið af henni „Get on your boots“ er byrjað að heyrast. Lagið er hressandi rokkpopp drifið áfram af gítarriffi og venst ágætlega. Þá hefur umslag nýju plötunnar verið opinberað. það er eftir japanska listamanninn Hiroshi Sugimoto, heldur grámygluleg mynd af sjóndeildarhring en rímar vel við titil plötunnar, No line on the horizon. Umslagið er nánast eins og á minimalískri plötu Richards Chartier og Taylors Deupree, Specification. Fifteen, sem kom út fyrir nokkrum árum. Félagarnir ætla þó ekki að kæra.

Lífið

Lost hefst að nýju

Sýningar á Lost hófust að nýju í gærkvöldi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum með tveimur fyrstu þáttum fimmtu seríunnar. Tveimur söguþráðum verður fylgt í sautján þáttum þessarar seríu.

Lífið

Tilfinningaþrungin stund Obama - myndband

Forseti Bandaríkjanna Barack Obama og eiginkona hans Michelle Obama dönsuðu fram á rauða nótt í gær. Eins og meðfylgjandi myndband sýnir dönsuðu forsetahjónin og létu vel að hvort öðru við lagið At last í flutningi Beyonce Knowles. Forsetafrúin klæddist síðkjól eftir fatahönnuðinn Jason Wu sem er aðeins 26 ára gamall. Sjá dansinn hér.

Lífið

Eiginmaður aðþrengdrar eiginkonu með krabbamein

Eiginmaður Marciu Cross, sem fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Aðþrendar eiginkonur hefur verið greindur með krabbamein. Talsmaður hjónananna sendi yfirlýsingu svo hljóðandi: „Hann (Tom) gengst um þessar mundir undir meðferð og hún gengur vel." Tom, 51 ára, og Marcia, 46 ára, giftu sig árið 2006 og eignuðust tæpu ári síðar tvíburana Eden og Savannah. Meðfylgjandi má sjá myndir af fjölskyldunni.

Lífið

Miðasalan fer hægt af stað

Danska rokkveislan í Hróarskeldu hefur haft mikið aðdráttarafl hjá íslenskum rokkhundum á ári hverju. Kreppan hefur nú stimplað sig þar inn.

Lífið

Stjörnur í afmæli Stjána Stuð

Kristján Þórðarson, betur þekktur sem útvarpsmaðurinn Stjáni Stuð, heldur upp á fertugsafmæli sitt í lok maí. Það er ekki vottur af kreppubrag á veislunni og Elton John og Ólafur Ólafsson falla algjörlega í skuggann á poppstjörnunum sem Stjáni býður upp á í sínu afmæli. „Þetta er svona allt að smella núna. Sjonni Brink byrjar þetta, en svo koma meðal annars fram Skítamórall, Á móti sól og Land og synir. Hljómsveitin Hitakútur endar tónleikana. Svo á ég eftir að tala við Ný dönsk, en Ingó og Veðurguðirnir og Greifarnir gefa endanlegt svar í mars. Þetta eru allt vinir og kunningjar,“ segir Stjáni.

Lífið