Lífið

Auddi og Sveppi sérpantaðir til Svíþjóðar

Sveppi og Auddi verða veislustjórar á árshátíð Íslendingafélagsins í Stokkhólmi.
Sveppi og Auddi verða veislustjórar á árshátíð Íslendingafélagsins í Stokkhólmi.

„Já, ég bjó úti í Svíþjóð í eitt árþegar ég var 11 ára og tala smá sænsku," fullyrðir Auddi en rekur svo í vörðurnar þegar Sveppi biður hann um að tala sænsku. „Åh, vi skal gå til Sverige und..." - „Und? Er það ekki þýska?" spyr Sveppi sem segist hafa komið til Svíþjóðar áður, til að keppa í fótbolta, á sínum yngri árum.

„Við ætlum að reyna að faðma sem flesta Íslendinga meðan við erum þarna."

Þeir félagar eru á leið til Stokkhólms um helgina til að veislustýra árshátíð Íslendingafélagsins í Stokkhólmi á laugardagskvöldið.

Mikil stemning hefur skapast meðal Íslendinga í Svíþjóð, sem og á Íslandi því heyrst hefur af fólki sem ætlar að gera sér ferð til Svíþjóðar til að mæta á árshátíðina.

„Þetta verður rosa stuð, við hlökkum alveg ofsalega mikið til og við ætlum að reyna að faðma sem flesta Íslendinga meðan við erum þarna."

En ætli félagarnir kunni marga Svíabrandara? „Nei við þurfum ekkert að gera grín að Svíum...þeir gera það soldið sjálfir bara með því að vera til. Neinei, við gerum náttúrulega bara grín að fólkinu í salnum og svona," segja ljúflingarnir sem eru alvanir veislustjórar.



Einu sinni voru Sveppi og Auddi báðir mjög hárprúðir, en grínið hefur ekkert minnkað með hárinu.

Auddi tekur þó fram að honum finnist Svíar ekkert sérstaklega skemmtilegir „Mér finnst þeir alltaf dálítið montnir og leiðinlegir." - „Og þessa skoðun byggirðu á þessu eina ári sem þú áttir heima í Svíþjóð...fyrir hvað, tuttugu árum?!" segir Sveppi og hlær að félaga sínum.

Árshátíð Íslendingafélagsins verður haldin í Södermalm í Stokkhólmi og verður borðhaldið með þorraívafi. Svo mun íslenskur plötusnúður þeyta skífur fram á nótt. Nánari upplýsingar má finna á vef Íslendingafélagsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.