Lífið

Selma gerir meiri kröfur

Árið 2005 var Selma fulltrúi Íslands í Júrovisjón í Kiev í Úkraínu.
Árið 2005 var Selma fulltrúi Íslands í Júrovisjón í Kiev í Úkraínu.
„Á föstudaginn verðum við dómararnir viðstaddir æfingu og rifjum upp hvað hver keppandi hefur gert. Svo er mikilvægt á föstudagskvöldið að keppendur taki framförum og skili stemningunni heim í stofu. Það er mikið atriði að keppendur velji rétt lag," segir Selma Björnsdóttir Idol-dómari sem er farin að hlakka mikið til kvöldsins.

 

„Nú geri ég auðvitað meiri kröfur til keppenda, þeir eru að berjast um sæti í 10 manna úrslitum og stelpurnar þurfa að standa sig í útsendingunni því þjóðin fær að kjósa núna."
Selma segir þá Jón Ólafsson og Björn Jörund mikla húmorista.
Selmu líst vel á kynjaskipta fyrirkomulagið enda hafi það gefið góða raun í Bandaríkjunum. Þótt hún sé eini kvenkyns dómarinn valti hinir í dómnefndinni ekkert yfir hana.

 

„Þeir eru alltaf skemmtilegir og miklir húmoristar. Við erum stundum ósammála og sennilega á það eftir að gerast oftar héðan í frá en við vinnum vel saman."

Nánari fréttir af keppninni má finna á Idol-síðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.