Lífið

Brjálað að gera hjá Ungfrú Reykjavík

Magdalena, 22 ára, hefur stundað fiðluleik í tólf ár og nemur að sama skapi fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hún stefnir á læknisfræði í framtíðinni.
Magdalena, 22 ára, hefur stundað fiðluleik í tólf ár og nemur að sama skapi fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hún stefnir á læknisfræði í framtíðinni.

„Þetta er bara ótrúlega gaman og ég er rosalega hamingjusöm. Þetta er fyrir mér ævintýri," svarar Magdalena Dubik sem var valin Ungfrú Reykjavík á Broadway síðustu helgi aðspurð hvernig tilfinning er að vera Ungfrú Reykjavík.

„Nú tekur við undirbúningur fyrir Ungfrú Ísland keppnina en ég held áfram öllu eins og skólanum og að spila á fiðluna. Það er alveg meira en nóg að gera," segir Magdalena þegar talið berst að því hvað hún er að brasa þessa dagana.

„Ég fékk reyndar í verðlaun gefins einn kjól frá Prinsessunni," segir Magdalena ánægð og bætir við að kjólarnir kosta um 50 þúsund krónur.

Verður þú í sama kjólnum í Ungfrú Ísland keppninni? „Ég er að hugsa málið. Mig langar að vera í öðrum kjól en er rosalega ánægð með þennan,"svarar Magdalena.

Hvar fæst hann? „Í Prinsessunni. Ég held að Prinsessan sé með mesta kjólaúrvalið. Svo hef ég heyrt að Brúðarkjólaleiga Katrínar sé með fallega kjóla."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.