Stökk inn í aðalhlutverkið 2. mars 2009 03:45 Svenni Þór, fyrrum Luxor söngvari, fer með hlutverk Hero í nýjum söngleik sem verður frumsýndur í Loftkastalanum á föstudaginn, 6. mars. Fréttablaðið/anton Rokkóperan !Hero verður frumsýnd í Loftkastalanum á föstudagskvöld. Fyrrum Luxor-söngvarinn Sigursveinn Þór Árnason fer með aðalhlutverkið en hann tók óvænt við því af félaga sínum úr strákasveitinni sálugu „Það var hringt í mig fyrir um það bil tveimur vikum og spurt hvort ég gæti verið með," segir Sigursveinn Þór Árnason söngvari, eða Svenni Þór, sem fer með aðalhlutverk í rokkóperunni !Hero sem verður frumsýnd í Loftkastalnum á föstudagskvöld. „Það var búið að ráða Edgar Smára Atlason í hlutverkið, en hann gat ekki verið með. Þetta var ákveðið á síðasta ári og fólk komst inn í gegnum áheyrnarprufur, en þegar það var haft samband við mig voru bara um þrjár vikur til stefnu. Ég náði að finna smá glufu fyrir þetta og hef bara verið að æfa frá sjö á kvöldin til miðnættis alla daga og um helgar, síðustu tvær vikurnar," útskýrir Svenni Þór sem hefur í mörgu að snúast því hann starfar sem verslunarstjóri Dressman í Smáralind og er í söngnámi í FÍH þar sem hann tekur fjórðastigspróf eftir páska. Í maí er hann svo að verða pabbi, en hann á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Regínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu. Svenni Þór fer með hlutverk Hero í söngleiknum sem gerist í New York borg nútímans, í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. Hero fer að prédika fyrir borgarbúum að elska óvini sína og boðar nýtt líf, en það eru ekki allir tilbúnir að taka fagnaðarerindinu. Aðspurður segir Svenni söngleikinn vera eins konar nútímaútgáfu af Jesus Christ Superstar. „Tónlistin er náttúrulega öðruvísi, en lögin eru mjög skemmtileg, allt frá rokki og poppi upp í rapp. Dansarnir eru líka flottir, svo fólk ætti endilega að kíkja á þennan nýja söngleik," bætir hann við, en miðasala er í fullum gangi á midi.is. alma@frettabladid.is Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Rokkóperan !Hero verður frumsýnd í Loftkastalanum á föstudagskvöld. Fyrrum Luxor-söngvarinn Sigursveinn Þór Árnason fer með aðalhlutverkið en hann tók óvænt við því af félaga sínum úr strákasveitinni sálugu „Það var hringt í mig fyrir um það bil tveimur vikum og spurt hvort ég gæti verið með," segir Sigursveinn Þór Árnason söngvari, eða Svenni Þór, sem fer með aðalhlutverk í rokkóperunni !Hero sem verður frumsýnd í Loftkastalnum á föstudagskvöld. „Það var búið að ráða Edgar Smára Atlason í hlutverkið, en hann gat ekki verið með. Þetta var ákveðið á síðasta ári og fólk komst inn í gegnum áheyrnarprufur, en þegar það var haft samband við mig voru bara um þrjár vikur til stefnu. Ég náði að finna smá glufu fyrir þetta og hef bara verið að æfa frá sjö á kvöldin til miðnættis alla daga og um helgar, síðustu tvær vikurnar," útskýrir Svenni Þór sem hefur í mörgu að snúast því hann starfar sem verslunarstjóri Dressman í Smáralind og er í söngnámi í FÍH þar sem hann tekur fjórðastigspróf eftir páska. Í maí er hann svo að verða pabbi, en hann á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Regínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu. Svenni Þór fer með hlutverk Hero í söngleiknum sem gerist í New York borg nútímans, í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. Hero fer að prédika fyrir borgarbúum að elska óvini sína og boðar nýtt líf, en það eru ekki allir tilbúnir að taka fagnaðarerindinu. Aðspurður segir Svenni söngleikinn vera eins konar nútímaútgáfu af Jesus Christ Superstar. „Tónlistin er náttúrulega öðruvísi, en lögin eru mjög skemmtileg, allt frá rokki og poppi upp í rapp. Dansarnir eru líka flottir, svo fólk ætti endilega að kíkja á þennan nýja söngleik," bætir hann við, en miðasala er í fullum gangi á midi.is. alma@frettabladid.is
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira