Stökk inn í aðalhlutverkið 2. mars 2009 03:45 Svenni Þór, fyrrum Luxor söngvari, fer með hlutverk Hero í nýjum söngleik sem verður frumsýndur í Loftkastalanum á föstudaginn, 6. mars. Fréttablaðið/anton Rokkóperan !Hero verður frumsýnd í Loftkastalanum á föstudagskvöld. Fyrrum Luxor-söngvarinn Sigursveinn Þór Árnason fer með aðalhlutverkið en hann tók óvænt við því af félaga sínum úr strákasveitinni sálugu „Það var hringt í mig fyrir um það bil tveimur vikum og spurt hvort ég gæti verið með," segir Sigursveinn Þór Árnason söngvari, eða Svenni Þór, sem fer með aðalhlutverk í rokkóperunni !Hero sem verður frumsýnd í Loftkastalnum á föstudagskvöld. „Það var búið að ráða Edgar Smára Atlason í hlutverkið, en hann gat ekki verið með. Þetta var ákveðið á síðasta ári og fólk komst inn í gegnum áheyrnarprufur, en þegar það var haft samband við mig voru bara um þrjár vikur til stefnu. Ég náði að finna smá glufu fyrir þetta og hef bara verið að æfa frá sjö á kvöldin til miðnættis alla daga og um helgar, síðustu tvær vikurnar," útskýrir Svenni Þór sem hefur í mörgu að snúast því hann starfar sem verslunarstjóri Dressman í Smáralind og er í söngnámi í FÍH þar sem hann tekur fjórðastigspróf eftir páska. Í maí er hann svo að verða pabbi, en hann á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Regínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu. Svenni Þór fer með hlutverk Hero í söngleiknum sem gerist í New York borg nútímans, í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. Hero fer að prédika fyrir borgarbúum að elska óvini sína og boðar nýtt líf, en það eru ekki allir tilbúnir að taka fagnaðarerindinu. Aðspurður segir Svenni söngleikinn vera eins konar nútímaútgáfu af Jesus Christ Superstar. „Tónlistin er náttúrulega öðruvísi, en lögin eru mjög skemmtileg, allt frá rokki og poppi upp í rapp. Dansarnir eru líka flottir, svo fólk ætti endilega að kíkja á þennan nýja söngleik," bætir hann við, en miðasala er í fullum gangi á midi.is. alma@frettabladid.is Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Rokkóperan !Hero verður frumsýnd í Loftkastalanum á föstudagskvöld. Fyrrum Luxor-söngvarinn Sigursveinn Þór Árnason fer með aðalhlutverkið en hann tók óvænt við því af félaga sínum úr strákasveitinni sálugu „Það var hringt í mig fyrir um það bil tveimur vikum og spurt hvort ég gæti verið með," segir Sigursveinn Þór Árnason söngvari, eða Svenni Þór, sem fer með aðalhlutverk í rokkóperunni !Hero sem verður frumsýnd í Loftkastalnum á föstudagskvöld. „Það var búið að ráða Edgar Smára Atlason í hlutverkið, en hann gat ekki verið með. Þetta var ákveðið á síðasta ári og fólk komst inn í gegnum áheyrnarprufur, en þegar það var haft samband við mig voru bara um þrjár vikur til stefnu. Ég náði að finna smá glufu fyrir þetta og hef bara verið að æfa frá sjö á kvöldin til miðnættis alla daga og um helgar, síðustu tvær vikurnar," útskýrir Svenni Þór sem hefur í mörgu að snúast því hann starfar sem verslunarstjóri Dressman í Smáralind og er í söngnámi í FÍH þar sem hann tekur fjórðastigspróf eftir páska. Í maí er hann svo að verða pabbi, en hann á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni Regínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu. Svenni Þór fer með hlutverk Hero í söngleiknum sem gerist í New York borg nútímans, í heimi þar sem Jesús hefur aldrei lifað. Hero fer að prédika fyrir borgarbúum að elska óvini sína og boðar nýtt líf, en það eru ekki allir tilbúnir að taka fagnaðarerindinu. Aðspurður segir Svenni söngleikinn vera eins konar nútímaútgáfu af Jesus Christ Superstar. „Tónlistin er náttúrulega öðruvísi, en lögin eru mjög skemmtileg, allt frá rokki og poppi upp í rapp. Dansarnir eru líka flottir, svo fólk ætti endilega að kíkja á þennan nýja söngleik," bætir hann við, en miðasala er í fullum gangi á midi.is. alma@frettabladid.is
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira