Lífið Good Heart seld til 22 landa „Þetta er viðurkenning um að myndin sé góð,“ segir Skúli Malmqvist hjá framleiðslufyrirtækinu Zik Zak. Dreifingarrétturinn á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, hefur verið seldur til 22 landa. Á meðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kanada, Argentína og öll Norðurlöndin. Lífið 10.11.2009 06:00 Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. Lífið 10.11.2009 06:00 Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. Lífið 10.11.2009 06:00 Með einkabryggju í Stafangri Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. Lífið 10.11.2009 06:00 Jógvan syngur lag Bubba í Eurovision Jógvan Hansen mun syngja Eurovision-lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistarmaðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaflega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X-Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. Lífið 9.11.2009 07:00 Steven Tyler yfirgefur Aerosmith Steven Tyler, söngvari Aerosmith, yfirgaf sveitina á tónleikum í Abu Dhabi fyrir tæpum mánuði. Hann er sagður hættur öllu rokkstússi. Lífið 9.11.2009 05:00 Yfirgefinn Caine Michael Caine upplýsir í viðtali við Esquire-tímaritið að allir vinir hans hafi yfirgefið sig þegar hann ákvað að gerast leikari. Ástæðan var einföld; hann hafði einfaldlega ekki efni á því að kaupa drykki á barnum. Lífið 9.11.2009 04:00 Krakkarnir sjúkir í Faðir vorið Tannlæknirinn og lagahöfundurinn Heimir Sindrason hefur sent frá sér hina hugljúfu plötu Ást og tregi. Ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út. Lífið 9.11.2009 03:00 Rímaði við andrúmsloftið Snorri Björnsson, fimmtán ára áhugaljósmyndari, á vetrarljósmyndina sem prýðir umslag sólóplötu Stefáns Hilmarssonar, Húm (söngvar um ástina og lífið), sem er væntanleg í búðir. Lífið 9.11.2009 02:30 Tvær bækur heita Hjartsláttur Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjartsláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður unglingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. Lífið 9.11.2009 02:00 Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals. Lífið 8.11.2009 22:37 Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis. Lífið 8.11.2009 19:54 Hasselhoff hent út af spilavíti Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins. Lífið 8.11.2009 18:15 Hermaður ný Ungfrú England Lance Katrina Hodge, tuttugu og tveggja ára breskur hermaður, er nýja Ungfrú England. Stúlkan var í öðru sæti í keppninni um Ungfrú England. Sigurvegarinn í keppninni afsalaði sér titlinum eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum á skemmtistað. Lífið 7.11.2009 18:15 Toyota stelur mynd íslensks ljósmyndara „Það er glatað þegar stórfyrirtæki gera þetta sem eiga nóg af peningum," segir ljósmyndarinn Snorri Gunnarsson. Lífið 7.11.2009 06:00 Spánverjar kaupa Himnaríki „Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti. Lífið 7.11.2009 06:00 Draumaland til Amsterdam Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. Lífið 7.11.2009 06:00 Stelpurnar sigruðu Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni. Lífið 7.11.2009 06:00 Eins og 32 ára Skagamaður „Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV. Lífið 7.11.2009 06:00 Plata með bandi semhefur aldrei spilað saman Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster Lífið 7.11.2009 06:00 EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Lífið 7.11.2009 06:00 Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Lífið 7.11.2009 05:00 Beðið eftir Hjaltalín Nýja platan með Hjaltalín heitir Terminal og fylgir eftir Sleepdrunk Seasons, sem kom út fyrir jólin 2007. Nýja platan er í vinnslu erlendis um þessar mundir og kemur til landsins eftir tæpar tvær vikur. Nokkur spenna hefur skapast fyrir plötunni, sem minnir kannski helst á þá stemningu sem var í gangi þegar Sigur Rós sendi frá sér Ágætis byrjun fyrir rúmum tíu árum. Lífið 7.11.2009 04:45 Ósáttir popparar Meðlimir hljómsveitarinnar No Doubt hafa höfðað mál gegn tölvuleikjafyrirtækinu Activision sem framleiðir tölvuleikinn Band Hero. Hljómsveitarmeðlimum þykir persónur í leiknum líkjast sjálfum sér helst til of mikið. „Það er búið að breyta meðlimum No Doubt í stafrænan karókísirkus," var haft eftir söngkonunni Gwen Stefani. Lífið 7.11.2009 04:00 Látúnsbarkinn snýr aftur „Þetta verður nú bara svona kitl í hjáverkum, en það er gaman að vera kominn í útvarpið aftur,“ segir Bjarni Arason. Hann snýr aftur í útvarp eftir eins árs hlé þegar hann byrjar með þátt á Kananum kl. 16 á sunnudaginn. Lífið 7.11.2009 04:00 Hataði kærastann Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. Lífið 7.11.2009 03:30 Safnadagur á Suðurlandi Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. Lífið 7.11.2009 03:00 Selja eigur sínar og halda út í heim Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. Lífið 7.11.2009 02:00 Dóttir Cobains reiðist Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. Lífið 7.11.2009 01:45 STEBBI HILMARS Í LÚXUSSAL Boðið var upp á forhlustun á nýrri sólóplötu Stefáns Hilmarssonar í lúxussal Smárabíós á fimmtudagskvöld. Hinir fáu útvöldu sem boðið var skemmtu sér hið besta yfir hugljúfum tónum Stefáns. Platan nefnist Húm (söngvar um ástina og lífið) og hefur að geyma lög eftir þekkta lagasmiði á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson. Síðasta plata Stefáns, jólaplatan Ein handa þér, kom út fyrir jólin í fyrra. freyr@frettabladid.is Lífið 7.11.2009 01:00 « ‹ ›
Good Heart seld til 22 landa „Þetta er viðurkenning um að myndin sé góð,“ segir Skúli Malmqvist hjá framleiðslufyrirtækinu Zik Zak. Dreifingarrétturinn á nýjustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar, The Good Heart, hefur verið seldur til 22 landa. Á meðal þeirra eru Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Japan, Kanada, Argentína og öll Norðurlöndin. Lífið 10.11.2009 06:00
Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. Lífið 10.11.2009 06:00
Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. Lífið 10.11.2009 06:00
Með einkabryggju í Stafangri Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. Lífið 10.11.2009 06:00
Jógvan syngur lag Bubba í Eurovision Jógvan Hansen mun syngja Eurovision-lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistarmaðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaflega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X-Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. Lífið 9.11.2009 07:00
Steven Tyler yfirgefur Aerosmith Steven Tyler, söngvari Aerosmith, yfirgaf sveitina á tónleikum í Abu Dhabi fyrir tæpum mánuði. Hann er sagður hættur öllu rokkstússi. Lífið 9.11.2009 05:00
Yfirgefinn Caine Michael Caine upplýsir í viðtali við Esquire-tímaritið að allir vinir hans hafi yfirgefið sig þegar hann ákvað að gerast leikari. Ástæðan var einföld; hann hafði einfaldlega ekki efni á því að kaupa drykki á barnum. Lífið 9.11.2009 04:00
Krakkarnir sjúkir í Faðir vorið Tannlæknirinn og lagahöfundurinn Heimir Sindrason hefur sent frá sér hina hugljúfu plötu Ást og tregi. Ellefu ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út. Lífið 9.11.2009 03:00
Rímaði við andrúmsloftið Snorri Björnsson, fimmtán ára áhugaljósmyndari, á vetrarljósmyndina sem prýðir umslag sólóplötu Stefáns Hilmarssonar, Húm (söngvar um ástina og lífið), sem er væntanleg í búðir. Lífið 9.11.2009 02:30
Tvær bækur heita Hjartsláttur Tvær bækur sem koma út fyrir þessi jól bera sama nafnið, Hjartsláttur. Annars vegar er um að ræða ævisögu Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests og hins vegar unglingabók Ragnheiðar Gestsdóttur. Báðir rithöfundarnir eru sammála um að þetta gæti kannski leitt til skemmtilegs misskilnings, gæti svo farið að óharðnaður unglingur fengi bók um miðaldra prest og einhver af eldri kynslóðinni sögu af ást á örlagatímum. Lífið 9.11.2009 02:00
Stjörnuskoðunarferð NFS: Krossá bleytti ferðalanga Stjörnuskoðunarferð NFS er afstaðin og voru nemendur hæstánægðir með helgina. Farið var til Þórsmerkur að þessu sinni og létu ferðalangar vel um sig fara í stórbrotinni náttúru Húsadals. Lífið 8.11.2009 22:37
Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis. Lífið 8.11.2009 19:54
Hasselhoff hent út af spilavíti Enn á ný berast fréttir af drykkju og dólgslátum fyrrverandi Baywatch-stjörnunnar David Hasselhoff. Nýverið þurftu þrír öryggisverðir á spilavíti í Kanada að fylgja honum út eftir að Hasselhoff lenti í hávaðarifrildi við roskinn gest í spilavítinu. Hasselhoff sem glímt hefur við áfengisvandamál í mörg ár var allt annað en ánægður með starfsmenn spilavítisins. Lífið 8.11.2009 18:15
Hermaður ný Ungfrú England Lance Katrina Hodge, tuttugu og tveggja ára breskur hermaður, er nýja Ungfrú England. Stúlkan var í öðru sæti í keppninni um Ungfrú England. Sigurvegarinn í keppninni afsalaði sér titlinum eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum á skemmtistað. Lífið 7.11.2009 18:15
Toyota stelur mynd íslensks ljósmyndara „Það er glatað þegar stórfyrirtæki gera þetta sem eiga nóg af peningum," segir ljósmyndarinn Snorri Gunnarsson. Lífið 7.11.2009 06:00
Spánverjar kaupa Himnaríki „Þetta eru viðamikil forlög víða um heim sem eru að veðja á hann, enda fékk hann einróma lof fyrir þessa bók hérna heima," segir Guðrún Vilmundardóttur hjá Veröld og Bjarti. Lífið 7.11.2009 06:00
Draumaland til Amsterdam Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. Lífið 7.11.2009 06:00
Stelpurnar sigruðu Stelpur báru sigur úr býtum í öllum flokkum á stuttmyndahátíð unga fólksins, Ljósvakaljóðum, sem var haldin í Norræna húsinu. Besta stuttmyndin var valin Dinner Is Served eftir Gunni Þórhallsdóttur Von Matern. Myndin er sjö mínútur að lengd og fjallar um fjölskyldu sem fer vægast sagt óhefðbundna leið að því að halda sér fullkominni. Lífið 7.11.2009 06:00
Eins og 32 ára Skagamaður „Ég er með kransæðar eins og 32 ára knattspyrnumaður af Skaganum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV. Lífið 7.11.2009 06:00
Plata með bandi semhefur aldrei spilað saman Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster Lífið 7.11.2009 06:00
EINAR MÁR OG GUNNAR BJARNI SNÚA BÖKUM SAMAN Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson hafa snúið bökum saman og sent frá sér plötuna Sjaldgæfir fuglar. „Þetta er bara ekta pönk, að gera hlutina með stemninguna og sköpunarkraftinn að vopni," segir Einar Már. Hann hefur í félagi við Gunnar Bjarna Ragnarsson, gítarleikara Jet Black Joe, gefið út plötuna Sjaldgæfir fuglar. Þar spilar Gunnar Bjarni ásamt blússveitinni Johnny and the Rest, með Hrafnkel, son Einars Más innanborðs, lög við ljóð skáldsins. Flest lögin eru eftir Gunnar Bjarna, sem sá einnig um allar útsetningar. Lífið 7.11.2009 06:00
Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Lífið 7.11.2009 05:00
Beðið eftir Hjaltalín Nýja platan með Hjaltalín heitir Terminal og fylgir eftir Sleepdrunk Seasons, sem kom út fyrir jólin 2007. Nýja platan er í vinnslu erlendis um þessar mundir og kemur til landsins eftir tæpar tvær vikur. Nokkur spenna hefur skapast fyrir plötunni, sem minnir kannski helst á þá stemningu sem var í gangi þegar Sigur Rós sendi frá sér Ágætis byrjun fyrir rúmum tíu árum. Lífið 7.11.2009 04:45
Ósáttir popparar Meðlimir hljómsveitarinnar No Doubt hafa höfðað mál gegn tölvuleikjafyrirtækinu Activision sem framleiðir tölvuleikinn Band Hero. Hljómsveitarmeðlimum þykir persónur í leiknum líkjast sjálfum sér helst til of mikið. „Það er búið að breyta meðlimum No Doubt í stafrænan karókísirkus," var haft eftir söngkonunni Gwen Stefani. Lífið 7.11.2009 04:00
Látúnsbarkinn snýr aftur „Þetta verður nú bara svona kitl í hjáverkum, en það er gaman að vera kominn í útvarpið aftur,“ segir Bjarni Arason. Hann snýr aftur í útvarp eftir eins árs hlé þegar hann byrjar með þátt á Kananum kl. 16 á sunnudaginn. Lífið 7.11.2009 04:00
Hataði kærastann Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi. Lífið 7.11.2009 03:30
Safnadagur á Suðurlandi Matur og menning eru í fyrirrúmi á Suðurlandi þessa helgi þegar dyr opinberra staða, samkomuhúsa og safnhúsa eru upp á gátt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og leggur undir sig Suðurlandið allt frá Hornafirði til Hveragerðis. Og gnægtahorn er í boði, til munns, handa og hugar. Lífið 7.11.2009 03:00
Selja eigur sínar og halda út í heim Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. Lífið 7.11.2009 02:00
Dóttir Cobains reiðist Frances Bean Cobain, dóttir rokkgoðsins Kurts Cobain og Courtney Love, lét öllum illum látum þegar hún komst að því að ekki hefði verið búið að greiða fyrir lestarfar hennar frá Boston til New York. Lífið 7.11.2009 01:45
STEBBI HILMARS Í LÚXUSSAL Boðið var upp á forhlustun á nýrri sólóplötu Stefáns Hilmarssonar í lúxussal Smárabíós á fimmtudagskvöld. Hinir fáu útvöldu sem boðið var skemmtu sér hið besta yfir hugljúfum tónum Stefáns. Platan nefnist Húm (söngvar um ástina og lífið) og hefur að geyma lög eftir þekkta lagasmiði á borð við Gunnar Þórðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Magnús Þór Sigmundsson. Síðasta plata Stefáns, jólaplatan Ein handa þér, kom út fyrir jólin í fyrra. freyr@frettabladid.is Lífið 7.11.2009 01:00