Plata með bandi semhefur aldrei spilað saman 7. nóvember 2009 06:00 Abstrakt speis-rokk Hallvarður Ásgeirsson er í The Coma Cluster.fréttablaðið/Rósa Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster. „Ég var við nám í Brooklyn og ég og vinur minn Sigþór „Siffvilnius" Hrafnsson vildum gera eitthvað saman," segir Hallvarður. „Við fórum að senda fæla á milli landa og smám saman varð platan til. Jón Indriðason, eða Pjotr Verstappen eins og hann kallar sig á plötunni, bjó í Danmörku á þessum tíma og kom inn í þetta. Svo fengum við söngkonuna Yukiko Shimizu sem bjó í Tókýó til að leggja í púkkið. Þetta var allt gert í gegnum Netið. Hljómsveitin hefur aldrei spilað saman en samt hljómar platan merkilega mikið eins og band." Platan var í smíðum frá 20. júlí 2008 til 22. október 2009. „Við köllum þetta abstrakt speis-rokk. Þetta er ambient-kennt og framúrstefnulegt," segir Hallvarður. „Ég hef gaman af King Crimson, metali, Sonic Youth og pönki. Sigfús hefur verið í mörgum verkefnum í gegnum tíðina. Við spilum báðir á gítar og hann á orgel þar að auki. Platan var eiginlega bara unnin með því að beita útilokunaraðferðinni." Varði er orðinn hámenntaður músíkant. Hann útskrifaðist úr tónsmíðadeild LHÍ 2006, tók kennsluréttindin og svo master í tónsmíðum frá Brooklyn College. Hann kennir nú í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. „Svo er maður að spila með hinum og þessum. Til dæmis með tónsmíðafélaginu S.L.Á.T.U.R. Annars er ég bara að komast niður á jörðina eftir Bandaríkjadvölina. Það var alveg frábær tími, en verst þegar gengið hrundi á miðju námsári. Maður var að drepast í nokkra mánuði en svo fóru þeir að borga út námslánin í dollurum svo þetta slapp fyrir horn." Coma Cluster-platan er eingöngu fáanleg á Netinu: comacluster.net. drg@frettabladid.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Í byrjun þessa áratugar vöktu tvær heimildamyndir Gríms Hákonarsonar um Varða sem fór á vertíð og til Evrópu verðskuldaða athygli. Hallvarður Ásgeirsson, „Varði" í myndunum, hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og er nú að gefa út plötuna Observation með hljómsveitinni The Coma Cluster. „Ég var við nám í Brooklyn og ég og vinur minn Sigþór „Siffvilnius" Hrafnsson vildum gera eitthvað saman," segir Hallvarður. „Við fórum að senda fæla á milli landa og smám saman varð platan til. Jón Indriðason, eða Pjotr Verstappen eins og hann kallar sig á plötunni, bjó í Danmörku á þessum tíma og kom inn í þetta. Svo fengum við söngkonuna Yukiko Shimizu sem bjó í Tókýó til að leggja í púkkið. Þetta var allt gert í gegnum Netið. Hljómsveitin hefur aldrei spilað saman en samt hljómar platan merkilega mikið eins og band." Platan var í smíðum frá 20. júlí 2008 til 22. október 2009. „Við köllum þetta abstrakt speis-rokk. Þetta er ambient-kennt og framúrstefnulegt," segir Hallvarður. „Ég hef gaman af King Crimson, metali, Sonic Youth og pönki. Sigfús hefur verið í mörgum verkefnum í gegnum tíðina. Við spilum báðir á gítar og hann á orgel þar að auki. Platan var eiginlega bara unnin með því að beita útilokunaraðferðinni." Varði er orðinn hámenntaður músíkant. Hann útskrifaðist úr tónsmíðadeild LHÍ 2006, tók kennsluréttindin og svo master í tónsmíðum frá Brooklyn College. Hann kennir nú í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. „Svo er maður að spila með hinum og þessum. Til dæmis með tónsmíðafélaginu S.L.Á.T.U.R. Annars er ég bara að komast niður á jörðina eftir Bandaríkjadvölina. Það var alveg frábær tími, en verst þegar gengið hrundi á miðju námsári. Maður var að drepast í nokkra mánuði en svo fóru þeir að borga út námslánin í dollurum svo þetta slapp fyrir horn." Coma Cluster-platan er eingöngu fáanleg á Netinu: comacluster.net. drg@frettabladid.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira