Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir 10. nóvember 2009 06:00 Tónlistarkonan hefur selt bandaríska fyrirtækinu Songs Publishing hluta af höfundarrétti allra laga sinna. fréttablaðið/stefán „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það," segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þetta hefur gert okkur smá erfitt fyrir síðustu mánuði en við erum komin yfir þann hjalla núna," segir Kári. „Þetta lofaði mjög góðu og þetta leit allt rosalega vel út en svo þegar á hólminn var komið var þetta okkur ekki að skapi." Óánægjan stafaði aðallega af því hvernig fyrirtækið vildi haga framleiðslunni á plötum Lay Low. Vildi það kosta minna til en forsvarsmenn Lay Low voru tilbúnir að sætta sig við. Að sögn Kára tóku forsvarsmenn Nettwerk tíðindunum ekki vel í upphafi en á endanum skildu aðilar í góðu. „Þetta var þannig séð gert á vingjarnlegu nótunum en þeir voru eðlilega súrir. Við mátum stöðuna bara þannig upp á framtíðina að það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að festa okkur þarna." Nettwerk, sem er með útibú víða um heim, hefur á sínum snærum þekkta flytjendur á borð við Söruh McLachlan, Mörthu Wainwright og The Cardigans. Einn af stofnendum þess sá Lay Low spila á tónleikum í Fríkirkjunni á síðasta ári og bauð henni í kjölfarið útgáfusamning. Hljóðaði hann upp á útgáfu þriggja platna söngkonunnar og hefur fyrirtækið þegar gefið út Farewell Good Night"s Sleep í Evrópu. Útgáfa í Bandaríkjunum var síðan fyrirhuguð en ekkert varð af henni. Lay Low er því án útgáfusamnings erlendis og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bitist verði um hana á næstunni. Til að snúa vörn í sókn hefur Lay Low gert höfundarréttarsamning við bandaríska fyrirtækið Songs Publishing. Upphæð samningsins nemur milljónum. Í honum felst að hluti af þeim stefgjöldum sem Lay Low fær erlendis fyrir lögin sem hún hefur samið rennur til fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum möguleiki á höfundarrétti á lögum á tveimur næstu plötum hennar. „Þetta kemur okkur á rétt flug aftur. Við erum rosalega ánægð með þetta," segir Kári, en Songs Publishing hefur lengi haft augastað á Lay Low. Til að ávaxta pund sitt betur mun fyrirtækið reyna að koma tónlist Lay Low á framfæri í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Songs Publishing mun vera miðlungsstórt í tónlistarbransanum og hefur innan sinna raða hljómsveitina Little Joy, hliðarverkefni Fabrizio Moretti, trommara The Strokes, auk sveitanna Tokyo Police Club, The Album Leaf, Islands og Blackalicious. freyr@frettabladid.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það," segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þetta hefur gert okkur smá erfitt fyrir síðustu mánuði en við erum komin yfir þann hjalla núna," segir Kári. „Þetta lofaði mjög góðu og þetta leit allt rosalega vel út en svo þegar á hólminn var komið var þetta okkur ekki að skapi." Óánægjan stafaði aðallega af því hvernig fyrirtækið vildi haga framleiðslunni á plötum Lay Low. Vildi það kosta minna til en forsvarsmenn Lay Low voru tilbúnir að sætta sig við. Að sögn Kára tóku forsvarsmenn Nettwerk tíðindunum ekki vel í upphafi en á endanum skildu aðilar í góðu. „Þetta var þannig séð gert á vingjarnlegu nótunum en þeir voru eðlilega súrir. Við mátum stöðuna bara þannig upp á framtíðina að það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að festa okkur þarna." Nettwerk, sem er með útibú víða um heim, hefur á sínum snærum þekkta flytjendur á borð við Söruh McLachlan, Mörthu Wainwright og The Cardigans. Einn af stofnendum þess sá Lay Low spila á tónleikum í Fríkirkjunni á síðasta ári og bauð henni í kjölfarið útgáfusamning. Hljóðaði hann upp á útgáfu þriggja platna söngkonunnar og hefur fyrirtækið þegar gefið út Farewell Good Night"s Sleep í Evrópu. Útgáfa í Bandaríkjunum var síðan fyrirhuguð en ekkert varð af henni. Lay Low er því án útgáfusamnings erlendis og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bitist verði um hana á næstunni. Til að snúa vörn í sókn hefur Lay Low gert höfundarréttarsamning við bandaríska fyrirtækið Songs Publishing. Upphæð samningsins nemur milljónum. Í honum felst að hluti af þeim stefgjöldum sem Lay Low fær erlendis fyrir lögin sem hún hefur samið rennur til fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum möguleiki á höfundarrétti á lögum á tveimur næstu plötum hennar. „Þetta kemur okkur á rétt flug aftur. Við erum rosalega ánægð með þetta," segir Kári, en Songs Publishing hefur lengi haft augastað á Lay Low. Til að ávaxta pund sitt betur mun fyrirtækið reyna að koma tónlist Lay Low á framfæri í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Songs Publishing mun vera miðlungsstórt í tónlistarbransanum og hefur innan sinna raða hljómsveitina Little Joy, hliðarverkefni Fabrizio Moretti, trommara The Strokes, auk sveitanna Tokyo Police Club, The Album Leaf, Islands og Blackalicious. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira