Lífið

Beðið eftir Hjaltalín

Væntingar Umslag Terminal með Hjaltalín.
Væntingar Umslag Terminal með Hjaltalín.

Nýja platan með Hjaltalín heitir Terminal og fylgir eftir Sleepdrunk Seasons, sem kom út fyrir jólin 2007. Nýja platan er í vinnslu erlendis um þessar mundir og kemur til landsins eftir tæpar tvær vikur. Nokkur spenna hefur skapast fyrir plötunni, sem minnir kannski helst á þá stemningu sem var í gangi þegar Sigur Rós sendi frá sér Ágætis byrjun fyrir rúmum tíu árum.

Ef Sigur Rós var Þursaflokkur X-kynslóðarinnar er spurning hvort Hjaltalín sé Todmobile krúttkynslóðarinnar. Að minnsta kosti er Hjaltalín ófeimin við mikið flúr og skraut og nýtir möguleika sinfóníuhljómsveitarinnar til hins ýtrasta á Terminal.

Á plötunni eru lögin „Suitcase Man“ og „Stay by You“ sem þegar hafa heyrst, auk níu annarra. Öll eru sungin á ensku. Umslagið gerir Regína María Árnadóttir. Nú er bara að sjá hvort platan stendur undir væntingum.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.