Grínhátíð frestað vegna dræmrar miðasölu 10. nóvember 2009 06:00 Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival hefur verið slegið á frest til næsta vors. „Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. Ástæðan er dræm miðasala, auk þess sem tveir erlendir uppistandarar þurftu að afboða komu sína. Annar þeirra er Björn Gustavsson sem Bjarni Haukur hefur lýst sem strákabandsútgáfu af Pétri Jóhanni. „Það var búið að kynna þetta mjög mikið, bæði í háskólum og menntaskólum og við meira að segja prufuðum að lækka miðaverðið en kannski eru krakkar ekki með neina peninga á milli handanna,“ segir Bjarni Haukur, sem er undrandi á þessum dræmu viðbrögðum. „Öllum sem maður nefndi þetta við fannst kominn tími á að vera með eitthvað svona, enda er þetta hefð í mörgum borgum. En við verðum bara að prófa þetta aftur með hækkandi sól og þá er vonandi að Íslendingar taki betur við sér.“ Bætir hann við að allir þeir sem hafi keypt miða á hátíðina fái endurgreitt. Fjöldi íslenskra grínista átti að troða upp á hátíðinni. Þar má nefna Kaffibrúsakarlana, Radíusbræður, hópinn Mið-Ísland og Helgu Brögu. Einnig áttu óreyndir grínistar að fá tækifæri á svokölluðu „open mike“-kvöldi, auk þess sem sérstakt „X-rated“-kvöld átti að fara fram. - fb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Jú, þetta eru viss vonbrigði en það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Bjarni Haukur Þórsson. Grínhátíðinni Reykjavik Comedy Festival, sem átti að hefjast í Loftkastalanum á morgun, hefur verið frestað fram á næsta vor. Ástæðan er dræm miðasala, auk þess sem tveir erlendir uppistandarar þurftu að afboða komu sína. Annar þeirra er Björn Gustavsson sem Bjarni Haukur hefur lýst sem strákabandsútgáfu af Pétri Jóhanni. „Það var búið að kynna þetta mjög mikið, bæði í háskólum og menntaskólum og við meira að segja prufuðum að lækka miðaverðið en kannski eru krakkar ekki með neina peninga á milli handanna,“ segir Bjarni Haukur, sem er undrandi á þessum dræmu viðbrögðum. „Öllum sem maður nefndi þetta við fannst kominn tími á að vera með eitthvað svona, enda er þetta hefð í mörgum borgum. En við verðum bara að prófa þetta aftur með hækkandi sól og þá er vonandi að Íslendingar taki betur við sér.“ Bætir hann við að allir þeir sem hafi keypt miða á hátíðina fái endurgreitt. Fjöldi íslenskra grínista átti að troða upp á hátíðinni. Þar má nefna Kaffibrúsakarlana, Radíusbræður, hópinn Mið-Ísland og Helgu Brögu. Einnig áttu óreyndir grínistar að fá tækifæri á svokölluðu „open mike“-kvöldi, auk þess sem sérstakt „X-rated“-kvöld átti að fara fram. - fb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira