Draumaland til Amsterdam 7. nóvember 2009 06:00 Kvikmyndir Andri Snær Magnason rithöfundur og annar leikstjóri Draumalandsins. Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. Hátíðin stendur frá 19.-29. nóvember í ár. Um 2.000 myndir sækja um þátttöku á IDFA ár hvert og tæplega 200 myndir eru sýndar á hátíðinni en aðeins 17 myndir voru valdar í keppnina í ár og er Draumalandið ein þeirra. Það er mikið keppikefli kvikmyndagerðarmönnum og framleiðendum að koma myndum sínum á hátíðina og stendur valið yfir sumarlangt fram á haust. Hafa þeir IDFA-menn, eins og flestir forráðamenn stærri hátíða, lagt áherslu á að ná til sín frumsýningum á nýjum myndum og verður því að teljast nokkur árangur hjá framleiðendum Draumalandsins að myndin skuli tæk í aðalkeppni þótt langt sé liðið frá frumsýningu hennar hér á landi. Draumalandið keppir því meðal bestu mynda á heimsmælikvarða. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk heimildarmynd er valin í aðalkeppnina á IDFA og því stór áfangi fyrir íslenska kvikmyndagerð og mikill heiður fyrir kvikmyndagerðamennina sem að myndinni stóðu. Keppt er um aðalverðlaunin, 12.500 evrur, svo eftir nokkru er að slægjast. Þar að auki hefur Draumalandið verið valin ein af fimm myndum sem munu ferðast um kvikmyndahús í Hollandi meðan á hátíðinni stendur og einnig hefur Ally Derks, stjórnandi hátíðarinnar, valið Draumalandið sem eina af sínum tíu uppáhaldsmyndum og verður hún sýnd í sérstöku viðhafnarprógrammi ásamt þeim myndum að hátíð lokinni. Þannig að það verða margir sem munu sjá Draumalandið af hollenskum þegnum næstu mánuði og bætist þar enn við orðspor þjóðarinnar í Niðurlöndum. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa í langan tíma sótt Amsterdam heim meðan á IDFA hefur staðið, flestir þó til að taka þátt í fjáröflunarstefnunni sem þar er haldin í tengslum við hátíðina en þar koma saman allir helstu dagskrárstjóra stöðva í Evrópu og heyra kynningar á nyjum verkefnum í heimildamyndagerð. Ekkert íslensk verkefni komst þar á blað í ár.- pbb Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Heimildarmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason, byggð á bók þess síðarnefnda, er eitt viðamesta heimildarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda þegar hún var sýnd í bíóhúsum hér á landi síðastliðið vor og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið greint frá vali mynda í aðalkeppni heimildarmynda á kvikmyndahátíðinni í Amsterdam, IDFA, sem helguð er heimildarmyndum og er virtasta hátíð þeirrar gerðar í Evrópu. Draumalandið hefur nú verið valið þar til sýninga og tekur þátt í aðalkeppninni. Er frumsýning þar ytra fyrirhuguð hinn 24. nóvember í Tuschinski-kvikmyndahúsinu í Amsterdam, einu fallegasta „art deco"-kvikmyndahúsi í Evrópu, að viðstöddum leikstjórum. Hátíðin stendur frá 19.-29. nóvember í ár. Um 2.000 myndir sækja um þátttöku á IDFA ár hvert og tæplega 200 myndir eru sýndar á hátíðinni en aðeins 17 myndir voru valdar í keppnina í ár og er Draumalandið ein þeirra. Það er mikið keppikefli kvikmyndagerðarmönnum og framleiðendum að koma myndum sínum á hátíðina og stendur valið yfir sumarlangt fram á haust. Hafa þeir IDFA-menn, eins og flestir forráðamenn stærri hátíða, lagt áherslu á að ná til sín frumsýningum á nýjum myndum og verður því að teljast nokkur árangur hjá framleiðendum Draumalandsins að myndin skuli tæk í aðalkeppni þótt langt sé liðið frá frumsýningu hennar hér á landi. Draumalandið keppir því meðal bestu mynda á heimsmælikvarða. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk heimildarmynd er valin í aðalkeppnina á IDFA og því stór áfangi fyrir íslenska kvikmyndagerð og mikill heiður fyrir kvikmyndagerðamennina sem að myndinni stóðu. Keppt er um aðalverðlaunin, 12.500 evrur, svo eftir nokkru er að slægjast. Þar að auki hefur Draumalandið verið valin ein af fimm myndum sem munu ferðast um kvikmyndahús í Hollandi meðan á hátíðinni stendur og einnig hefur Ally Derks, stjórnandi hátíðarinnar, valið Draumalandið sem eina af sínum tíu uppáhaldsmyndum og verður hún sýnd í sérstöku viðhafnarprógrammi ásamt þeim myndum að hátíð lokinni. Þannig að það verða margir sem munu sjá Draumalandið af hollenskum þegnum næstu mánuði og bætist þar enn við orðspor þjóðarinnar í Niðurlöndum. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa í langan tíma sótt Amsterdam heim meðan á IDFA hefur staðið, flestir þó til að taka þátt í fjáröflunarstefnunni sem þar er haldin í tengslum við hátíðina en þar koma saman allir helstu dagskrárstjóra stöðva í Evrópu og heyra kynningar á nyjum verkefnum í heimildamyndagerð. Ekkert íslensk verkefni komst þar á blað í ár.- pbb
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira