Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records 7. nóvember 2009 05:00 Nylon herjar á Bandaríkin Stelpurnar í Nylon hafa landað plötusamningi í Bandaríkjunum og virðast ætla að meika það. Þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir flytja til Los Angeles á næstu vikum og ætla að taka Englaborgina með trompi. „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira