Lífið

Ósáttir popparar

óSáttir Meðlimir No Doubt eru ósáttir við tölvufyrirtækið Activision.
óSáttir Meðlimir No Doubt eru ósáttir við tölvufyrirtækið Activision.

Meðlimir hljómsveitarinnar No Doubt hafa höfðað mál gegn tölvuleikjafyrirtækinu Activision sem framleiðir tölvuleikinn Band Hero. Hljómsveitarmeðlimum þykir persónur í leiknum líkjast sjálfum sér helst til of mikið. „Það er búið að breyta meðlimum No Doubt í stafrænan karókísirkus," var haft eftir söngkonunni Gwen Stefani.

Meðlimir hljómsveitarinnar höfðu áður gefið leyfi fyrir því að persónur í tölvuleiknum yrðu byggðar á þeim, en þessar persónur áttu aðeins að flytja þrjú lög eftir No Doubt. Þess í stað er hægt að nota persónurnar til að flytja hátt í sextíu lög. Stjórnendur Activision telja að fyrirtækið hafi unnið í samræmi við lög og reglur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.