Selja eigur sínar og halda út í heim 7. nóvember 2009 02:00 Frjálsar sem fuglinn Aníta Björnsdóttir (á mynd) og Ása Rán Einarsdóttir leggja af stað út í heim á vit ævintýranna. Þær hættu í vinnu sinni og selja allar eigur sínar. Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. „Þetta byrjaði allt með svifvængjafluginu. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað gerist þegar maður flýgur, en heimurinn og hvernig maður skynjar hann breytist. Maður verður frjáls eins og fuglinn. Við vorum að velta fyrir okkur þessari frelsistilfinningu og í kjölfarið fórum við að spá í hversu misfrjálst fólk er og hvernig fólk túlkar frelsi. Þetta varð svo grunnurinn að verkefninu," útskýrir Ása. Hún segir það hafa verið lítið mál að taka þá ákvörðun að halda út í óvissuna. „Fjárhagslega er þetta svolítið erfitt, en það var ekki erfið ákvörðun að fara. Það er ákveðinn léttir að losa sig við alla þessa óþarfa muni sem maður hefur sankað að sér í gegnum tíðina, þó að það sé erfitt að láta frá sér einstaka hluti." Stúlkurnar halda út í byrjun desember og verður Nepal fyrsti áfangastaður þeirra og þaðan halda þær meðal annars til Indlands, Ástralíu og Austur-Evrópu. „Samhliða fluginu ætlum við að hitta konur í hverju landi og gefa þeim tækifæri á að ávarpa heiminn í gegnum teikningar, ljóð, bréf eða myndir. Við notum svo þetta efni til að setja upp sýningar á þeim stöðum sem við komum til," segir Ása. Áætlað er að Ása og Anita snúi heim næsta sumar og setji upp sýningu á verkefninu áður en þær halda aftur út í hinn stóra heim. Stúlkurnar eru að leita eftir styrktaraðilum fyrir verkefnið og segir Ása að þær geti unnið eitthvað í skiptum. „Við erum báðar menntaðir grafískir hönnuðir þannig við getum tekið að okkur verkefni fyrir mögulega styrktaraðila." Hægt er að fylgjast með verkefninu á vefsíðunni www.theflyingeffect.wordpress.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Svo virðist sem kreppan sé tími ævintýra og hafa vinkonurnar Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákveðið að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna. Stúlkurnar stunda báðar svifvængjaflug af kappi og næstu tvö árin ætla þær að ferðast um heiminn og stunda íþróttina. Samhliða fluginu hafa þær þó sett á laggirnar verkefni sem kallast The Flying Effect til að vekja athygli á frelsismálum kvenna á heimsvísu. Verkefnið er unnið í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. „Þetta byrjaði allt með svifvængjafluginu. Það er erfitt að lýsa því með orðum hvað gerist þegar maður flýgur, en heimurinn og hvernig maður skynjar hann breytist. Maður verður frjáls eins og fuglinn. Við vorum að velta fyrir okkur þessari frelsistilfinningu og í kjölfarið fórum við að spá í hversu misfrjálst fólk er og hvernig fólk túlkar frelsi. Þetta varð svo grunnurinn að verkefninu," útskýrir Ása. Hún segir það hafa verið lítið mál að taka þá ákvörðun að halda út í óvissuna. „Fjárhagslega er þetta svolítið erfitt, en það var ekki erfið ákvörðun að fara. Það er ákveðinn léttir að losa sig við alla þessa óþarfa muni sem maður hefur sankað að sér í gegnum tíðina, þó að það sé erfitt að láta frá sér einstaka hluti." Stúlkurnar halda út í byrjun desember og verður Nepal fyrsti áfangastaður þeirra og þaðan halda þær meðal annars til Indlands, Ástralíu og Austur-Evrópu. „Samhliða fluginu ætlum við að hitta konur í hverju landi og gefa þeim tækifæri á að ávarpa heiminn í gegnum teikningar, ljóð, bréf eða myndir. Við notum svo þetta efni til að setja upp sýningar á þeim stöðum sem við komum til," segir Ása. Áætlað er að Ása og Anita snúi heim næsta sumar og setji upp sýningu á verkefninu áður en þær halda aftur út í hinn stóra heim. Stúlkurnar eru að leita eftir styrktaraðilum fyrir verkefnið og segir Ása að þær geti unnið eitthvað í skiptum. „Við erum báðar menntaðir grafískir hönnuðir þannig við getum tekið að okkur verkefni fyrir mögulega styrktaraðila." Hægt er að fylgjast með verkefninu á vefsíðunni www.theflyingeffect.wordpress.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira