Lífið

Ætlar að vinna hug og hjarta Cheryl á ný

Knattspyrnukappinn Ashley Cole ætlar að reyna að vinna hug og hjarta eiginkonu sinnar Cheryl á ný yfir páskana. Ekki er búið að ganga formlega skilnaði þeirra en Cheryl sagði skilið við Ashley eftir að upp komst í síðasta mánuði að hann hefði haldið fram hjá henni.

Lífið

Mottu-mars: Söfnunarþáttur í beinni

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein, Mottu-mars, lýkur í dag með glæsilegum söfnunarþætti í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2. Logi Bergmann tekur á móti góðum gestum í þessari ríflega tveggja klukkustunda löngu sjónvarpsútsendingu, sem verður uppfull af tónlistaratriðum, gríninnslögum og skemmtilegum uppákomum auk þess sem verður fjallað um þennan vágest sem krabbamein er. Í símaverinu verður Villi Naglbítur og flytur reglulega fréttir af því hvernig söfnunin gengur.

Lífið

Þjóðin velur Mottumeistara Krabbameinsfélagsins árið 2010

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein – Mottu-mars lýkur í kvöld með söfnunarþætti í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2. Yfir 2.400 manns og 500 lið skráðu sig til leiks á karlmennogkrabbamein.is. Arion banki vann liðakeppnina. Efstu 5 motturnar í einstaklingskeppninni berjast til úrslita í beinni útsendingu.

Lífið

Kærastinn flytur inn til Rihönnu

Söngdívan Rihanna er búin að bjóða kærastanum sínum að flytja inn til sín. Rihanna og kærastinn, hinn 25 ára gamli hafnaboltaleikmaður Matt Kemp, hafa verið að slá sér upp saman undanfarna mánuði.

Lífið

Abba gæti komið saman að nýju

Sönghópurinn sívinsæli Abba gæti komið saman að nýju. Hópurinn sem samanstendur af þeim Anni-Frid Lyngstad , Björn Ulvaeus, Benny Andersson and Agnetha Fältskog. Þau nutu gríðarlegra vinsælda eftir að hafa unnið Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974. Þekktustu lögin þeirra eru Dancing Queen, Knowing Me, Knowing You og Super Trouper.

Lífið

Boy George naut sín í fangelsi

Boy George naut sín í fangelsi vegna þess að hann hitti svo margt frábært fólk. Söngvarinn, sem er þekktastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Culture Club, afplánaði fjóra mánuði í fangelsi á síðasta ári vegna árásar á fylgdarmann í íbúð sinni i austurhluta Lundúna.

Lífið

Hopper skilur við konuna til að lengja lífið

Leikarinn Dennis Hopper verður þess heiðurs aðnjótandi að fá nafn sitt ritað á gangstéttina í Hollywood í dag. Þetta eru þó einu góðu fréttirnar sem leikarinn hefur fengið nýlega því hann berst nú við krabbamein í blöðruhálskirtli og segir talsmaður hans að hann eigi aðeins fáar vikur eftir ólifaðar.

Lífið

Kóngavegi Valdísar Óskars fagnað - Myndir

Valdís Óskarsdóttir frumsýndi kvikmyndina Kóngaveg í stóra sal Háskólabíós á miðvikudagskvöld. Vel var mætt á frumsýninguna og var ekki annað að sjá en gestir hefðu gaman af myndinni.

Lífið

Gaga-met

Bandaríska söngkonan Lady Gaga hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækurnar. Þessi sérvitra söngkona frá New York er nefnilega fyrsti listamaðurinn sem nær yfir einum milljarði áhorfenda á myndbönd sín á YouTube.

Lífið

Spurningaljónið úr Garðabæ

„Þetta er bara mjög gaman,“ segir Elías Karl Guðmundsson sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína í spurningakeppnum í sjónvarpi undanfarið. Elías komst í úrslit Útsvars fyrir viku sem liðsmaður Garðabæjar en hann var þá þegar kominn í úrslit Gettu betur með framhaldsskóla sínum, MR. Það skýrist í kvöld hverjir verða mótherjar Garðabæjar-liðsins en þá keppa lið Reykjavíkur og Reykjanesbæjar.

Lífið

Útvarpsstöð lokað á Akureyri

„Við erum ekkert hættir,“ segir Gunnar Torfi Steinarsson, einn af þremur grunnskólapiltum á Akureyri sem eru eigendur hinnar nýstofnuðu netútvarpsstöðvar Brekkunnar.

Lífið

Cheryl á HM

Samkvæmt breska blaðinu Daily Star mun Cheryl Cole fara á HM í knattspyrnu en ekki fráfarandi eiginmaður hennar, Ashley Cole. Cheryl hefur gert samning við tónleikahaldara í Suður-Afríku, þar sem keppnin fer fram, um að troða upp á tónleikum með hipp/hopp-hljómsveitinni Black Eyed Peas á sérstökum upphitunartónleikum fyrir opnunarleik keppninnar sem fer fram 10. júní í Jóhannesarborg.

Lífið

Mottumenn Íslands mætast í kvöld

Söfnunarátakinu Karlmenn og krabbamein – Mottumars lýkur í kvöld með söfnunarþætti í beinni útsendingu á Stöð 2. Fimm karlmenn keppa um titilinn Mottumeistari Krabbameinsfélags Íslands. Fréttablaðið tók púlsinn á fjórum mottumönnum.

Lífið

Dóri spilar í klúbbi Morgans

Blúsaranum Halldóri Bragasyni hefur verið boðið að spila í Ground Zero-blúsklúbbnum fræga í Clarksdale í Mississippi sem Hollywood-leikarinn Morgan Freeman er meðeigandi að.

Lífið

Orðuð við kúrekamynd

Reese Witherspoon og Tom Cruise eiga í viðræðum við Sony um að leika aðalhlutverkin í kúrekamyndinni Paper Wings. Um er að ræða rómantíska mynd þar sem Tom á að leika ródeómeistara sem fellur fyrir ungri kántrísöngkonu sem Reese á að leika. Það er fyrirtæki Wills Smith sem vinnur að framleiðslu myndarinnar.

Lífið

Phil Spector gerir plötu

Playboy-módelið Rachelle Short, eiginkona Phils Spector, segir að þau hjónin ætli að gefa út plötu saman í júní. Platan var tekin upp áður en Phil fór í steininn, gefið að sök að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Morðið átti sér stað árið 2003 en Rachelle og Phil giftust þremur árum síðar.

Lífið

Skuldar skattinum

Staðarblaðið Chaska Herald í Minnesota greindi frá því í gær að tónlistarmaðurinn Prince væri skuldum vafinn. Samkvæmt blaðinu skuldar hann og fyrirtæki tengd honum rúma fimm hundruð þúsund dollara eða 66 milljónir íslenskra króna í fasteignagjöld og aðrar skatttengdar greiðslur.

Lífið

Airwaves í hlýjan faðm hins opinbera

„Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ég vona að hátíðinni sé fundinn réttur farvegur með Útón,“ segir Þorsteinn Stephensen, framkvæmdastjóri Hr. Örlygs. Í gær var tilkynnt að Icelandair og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Útón, hefðu skrifað undir samning þess efnis að Útón sjái um rekstur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves næstu fimm árin. Þar með kveður Þorsteinn hátíðina sem hann kom á fót fyrir ellefu árum og hefur komið að skipulagningu síðan. Í samkomulaginu felst þó að Þorsteinn verði nýjum rekstraraðila innan handar næstu tvö árin.

Lífið

Konukvöld Létt Bylgjunnar - Myndir

Hátt í sex þúsund konur lögðu leið sína í Smáralind á árlegt Konukvöld Létt Bylgjunnar í gærkveldi. Yfir 80 verslanir voru með opið til klukkan 23. Fjölmörg ómótstæðileg tilboð, skemmtilegar uppákomur og skemmtiatriði héldu öllum gestunum við efnið allt kvöldið.

Lífið

Arion sigraði liðakeppni Mottumars

Nú hefur verið lokað fyrir keppni á vefnum karlmennogkrabbamein.is og því ljós hverjir hlutu sigur úr bítum í hópakeppni átaks Krabbameinsfélagsins - Mottumars.

Lífið

Jesse sakaður um að halda framhjá Bullock með mörgum konum

Jesse James, eiginmaður Söndru Bullock, er sakaður um að haldið framhjá með konu sem hann hitti á Internetinu. Í síðustu viku greindi tattúfyrirsætan, Michelle McGee, frá því að hún og Jesse hefðu átt í 11 mánaða löngu sambandi á meðan að Sandra var við tökur á The Blind Side. Hún sagði að McGee sagði að þau Jesse hefðu stundað hömlulaust kynlíf í fimm vikur og að Jesse hefði sagt sér að hjónabandinu væri lokið.

Lífið

Tekur grínið fram yfir pólitíkina

„Ég hef engan tíma í þessa þvælu,“ segir Steindi Jr. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að grínistinn Steindi væri kominn í framboð fyrir Vinstri græna í Mosfellsbæ. Hann hefur nú dregið framboð sitt baka af persónulegum ástæðum.

Lífið

Sigurvegarinn mætti í bleiu

Það var Hörður Guðlaugsson sem bar sigur úr býtum í búningakeppni Big Lebowski-hátíðarinnar sem var haldin í fjórða sinn í keilusalnum í Öskjuhlíðinni á dögunum. Þetta var annað árið í röð sem Hörður sigrar í keppninni. Í fyrra var hann klæddur eins og persónan Walter Sobchak, sem John Goodman túlkaði á eftirminnilegan hátt í hinni samnefndu kvikmynd en í þetta sinn var hann eingöngu með bleiu, sem er tilvísun í eina setningu í myndinni.

Lífið

Samstarfi Jóhönnu Guðrúnar og Maríu að ljúka

Tíu ára samstarfi söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og umboðsmannsins Maríu Bjarkar Sverrisdóttur lýkur í sumar. Norskur umboðsmaður tekur þá við keflinu en söngkonan hyggst fylgja eftir frábærri frammistöðu í Eurovision-keppninni fyrir ári. María Björk staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær.

Lífið

Dekrað við Mezzo­fortemenn á Kastrup

„Án þess að við séum einhver lúxusdýr var þægilegt að láta fara vel um sig í smástund,“ segir Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari Mezzoforte. Eyþór og félagar hans, Óskar Guðjónsson og Jóhann Ásmundsson, duttu í lukkupottinn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á leið sinni til Ungverjalands þar sem þeir héldu tónleika síðasta föstudag.

Lífið