Lífið

Ætlar að vinna hug og hjarta Cheryl á ný

Söngkonan Cheryl Cole og knattspyrnukappinn Ashley.
Söngkonan Cheryl Cole og knattspyrnukappinn Ashley.
Knattspyrnukappinn Ashley Cole ætlar að reyna að vinna hug eiginkonu sinnar Cheryl á ný yfir páskana. Ekki er búið að ganga formlega skilnaði þeirra en Cheryl sagði skilið við Ashley eftir að upp komst í síðasta mánuði að hann hefði haldið fram hjá henni. Þau munu hittast um páskana og þar ætlar Ashley að sættast við Cheryl. Hann er fullviss um að það muni takast.

Breskir fjölmiðlar hafa velt því mikið fyrir sér hvort og þá hvenær formleg tilkynning um skilnað Ashley og Cheryl verði gefin út en hún hefur ítrekað sést án giftingarhringsins í fjölmenni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.