Lífið

Sigurvegarinn mætti í bleiu

Hörður í miðjunni ásamt helstu keppinautum sínum í búningakeppni Big Lebowski-hátíðarinnar.
Hörður í miðjunni ásamt helstu keppinautum sínum í búningakeppni Big Lebowski-hátíðarinnar.

Það var Hörður Guðlaugsson sem bar sigur úr býtum í búningakeppni Big Lebowski-hátíðarinnar sem var haldin í fjórða sinn í keilusalnum í Öskjuhlíðinni á dögunum. Þetta var annað árið í röð sem Hörður sigrar í keppninni. Í fyrra var hann klæddur eins og persónan Walter Sobchak, sem John Goodman túlkaði á eftirminnilegan hátt í hinni samnefndu kvikmynd en í þetta sinn var hann eingöngu með bleiu, sem er tilvísun í eina setningu í myndinni.

Alls 65 aðdáendur The Big Lebowski mættu í Öskjuhlíðina, sem er það mesta hingað til, og skemmtu sér konunglega. Í öðru sæti í búningakeppninni var eftirherma hins húðlata The Dude sem Jeff Bridges túlkaði og í því þriðja var eftirherma Walters. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.