Samstarfi Jóhönnu Guðrúnar og Maríu að ljúka 25. mars 2010 09:00 Á góðri stundu. Jóhanna Guðrún og María Björk á góðri stundu í Moskvu þar sem stærsti sigur þeirra vannst. Tíu ára samstarfi þeirra lýkur í sumar og þá tekur norski reynsluboltinn Eyvind Brydoy við. Fréttablaðið/Alma Tíu ára samstarfi söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og umboðsmannsins Maríu Bjarkar Sverrisdóttur lýkur í sumar. Norskur umboðsmaður tekur þá við keflinu en söngkonan hyggst fylgja eftir frábærri frammistöðu í Eurovision-keppninni fyrir ári. María Björk staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. „Samningurinn milli mín og Jóhönnu rennur út í sumar og þá er þetta búið. Norski umboðsmaðurinn mun smátt og smátt taka við henni,“ segir María Björk og tekur fram að þetta hafi allt gerst í mesta bróðerni, engum hurðum hafi verið skellt. „Ég er með næg járn í eldinum sem er ekki tímabært að segja frá og hef nóg á minni könnu.“ María, sem hefur um árabil rekið Söngskóla Maríu Bjarkar, segir þessi tíu ár hafa verið mikla rússíbanareið en hún uppgötvaði sönghæfileika Jóhönnu þegar söngkonan var aðeins níu ára gömul. „Maður byrjaði náttúrlega með barn sem síðan varð unglingur og nú er bara komið að leiðarlokum hjá okkur og við taka ný verkefni og nýir tímar,“ segir María. Hún viðurkennir að ævintýrið í Moskvu hafi verið ákveðinn hápunktur þar sem Jóhanna söng sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa með Is it True? og hafnaði í öðru sæti. Jóhanna Guðrún segir að samstarfið hafi verið gott á meðan það var og María hafi staðið sig ákaflega vel. „Enda sjaldgæft að svona samstarf skuli vara svona lengi,“ segir Jóhanna. Nú hafi aftur á móti verið rétti tímapunkturinn að breyta til hjá þeim báðum og halda áfram, hvor á sinni braut. Jóhanna segir norska umboðsmanninn, Eyvind Brydoy, vera feikilega virtan í sínu fagi, hann sé með á sínum snærum hljómsveitir sem hafi verið að gera góða hluti í Evrópu. „Auðvitað horfir maður til útlanda þótt auðvitað geti brugðið til beggja vona í þeim bransa. En þá skiptir máli að vera með góð sambönd og tengslanetið í lagi þótt ég sé ekki að segja að María hafi ekki verið með það,“ segir Jóhanna sem hefur þegar verið bókuð til að koma fram á listahátíð í Finnlandi. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sparnaður í mjólkurdrykkju Menning Heimatilbúið súrkál Matur Hulin barátta um helstu kennileiti Reykjavíkur Leikjavísir Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Tíu ára samstarfi söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og umboðsmannsins Maríu Bjarkar Sverrisdóttur lýkur í sumar. Norskur umboðsmaður tekur þá við keflinu en söngkonan hyggst fylgja eftir frábærri frammistöðu í Eurovision-keppninni fyrir ári. María Björk staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. „Samningurinn milli mín og Jóhönnu rennur út í sumar og þá er þetta búið. Norski umboðsmaðurinn mun smátt og smátt taka við henni,“ segir María Björk og tekur fram að þetta hafi allt gerst í mesta bróðerni, engum hurðum hafi verið skellt. „Ég er með næg járn í eldinum sem er ekki tímabært að segja frá og hef nóg á minni könnu.“ María, sem hefur um árabil rekið Söngskóla Maríu Bjarkar, segir þessi tíu ár hafa verið mikla rússíbanareið en hún uppgötvaði sönghæfileika Jóhönnu þegar söngkonan var aðeins níu ára gömul. „Maður byrjaði náttúrlega með barn sem síðan varð unglingur og nú er bara komið að leiðarlokum hjá okkur og við taka ný verkefni og nýir tímar,“ segir María. Hún viðurkennir að ævintýrið í Moskvu hafi verið ákveðinn hápunktur þar sem Jóhanna söng sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa með Is it True? og hafnaði í öðru sæti. Jóhanna Guðrún segir að samstarfið hafi verið gott á meðan það var og María hafi staðið sig ákaflega vel. „Enda sjaldgæft að svona samstarf skuli vara svona lengi,“ segir Jóhanna. Nú hafi aftur á móti verið rétti tímapunkturinn að breyta til hjá þeim báðum og halda áfram, hvor á sinni braut. Jóhanna segir norska umboðsmanninn, Eyvind Brydoy, vera feikilega virtan í sínu fagi, hann sé með á sínum snærum hljómsveitir sem hafi verið að gera góða hluti í Evrópu. „Auðvitað horfir maður til útlanda þótt auðvitað geti brugðið til beggja vona í þeim bransa. En þá skiptir máli að vera með góð sambönd og tengslanetið í lagi þótt ég sé ekki að segja að María hafi ekki verið með það,“ segir Jóhanna sem hefur þegar verið bókuð til að koma fram á listahátíð í Finnlandi. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Smitsjúkdómar í Evrópusambandinu Harmageddon Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sparnaður í mjólkurdrykkju Menning Heimatilbúið súrkál Matur Hulin barátta um helstu kennileiti Reykjavíkur Leikjavísir Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið