Lífið

Arnar Grant og Ívar í matarbisness

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar félagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson héldu glæsilegt partý um helgina upp á efstu hæð í Turninum á Höfatorgi þar sem vinir og vandamenn komu saman til að fagna nýjustu afurð þeirra, Pakkanum, en þar bjóða þeir upp á heilan dag af hollum, næringarríkum og hitaeiningasnauðum mat. Matarpakkinn inniheldur allar máltíðir dagsins og kemur í tveimur stærðum, 1.800 og 1.500 hitaeiningum. Meistarakokkurinn Snorri Snorrason sér um matseldina fyrir Pakkann og er maturinn eingöngu unninn úr fersku hráefni. Snorri hefur viðamikla alþjóðlega reynslu af ljúffengri og hollri matargerð sem gerir matarpakkana afar fjölbreytta. Arnar og Ívar passa að öll hlutföll próteins, kolvetna og fitu séu virt svo að líkaminn fái alla þá næringu sem hann þarfnast án þess að fara umfram 1.500 eða 1.800 hitaeiningar. Arnar og Ívar segja að Pakkinn sé góð leið til að grennast og byggja upp heilsusamlegan lífsstíl. “Hver þekkir ekki að vera að hamast á fullu í ræktinni en ná ekki þeim árangri sem lagt var upp með. Það er langoftast vegna þess að ekki hefur verið hugað nægilega vel að mataræðinu. Fólk gleymir nefnilega að rétt mataræði vegur um 70% í að ná árangri í líkamsrækt. ” segja hreystikapparnir. “Við ætlum að koma góðu orði á pakkamat og í leiðinni að hjálpa Íslendingum að grennast og komast í gott form með hollu mataræði” segja félagarnir. Nánar má sjá um Pakkann á Pakkinn.is.

Lífið

Gospeltónleikar Bjarna Ara

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Guðríðarkirkju á Elvis Gospel tónleikum þar sem Bjarni Arason ásamt hjómsveit fór á kostum. Bjarni flutti hvern slagarann á eftir öðrum ásamt hrynsveit og frábærum raddsöngvurum. Um var að ræða gospeltónlist úr söngbók Elvis Presley. Það var mál manna að Bjarni hafi aldrei verið betri.

Lífið

Tengdó sátt við Bieber

Leikkonan Selena Gomez mætti í viðtal til Jay Leno á dögunum, en þar var hún meðal annars spurð út í samband sitt og Justins Bieber. Leno spurði hana meðal annars að því hvort móðir leikkonunnar hefði hitt Bieber. Gomez svaraði því játandi og þegar hún var innt eftir því hvernig mömmu hefði líkað nýi tengdasonurinn svaraði stúlkan: "Hann stóðst prófið.“

Lífið

Longoria fallin fyrir unglambinu

Desperate Housewives stjarnan, Eva Longoria, 36 ára, og kærastinn hennar Eduardo Cruz, 25 ára, gengu hönd í hönd í gegnum LAX flugvöllinn í Los Angeles. Þá var parið myndað á lúxussnekkju á Spáni þar sem þau létu vel að hvort öðru.

Lífið

Úfið hár og eftirminnilega þröngur galli

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá söngkonuna Jennifer Lopez, 41 árs, flytja lagið On the floor, í breska sjónvarpsþættinum So You Think You Can Dance, með hárið áberandi úfið klædd í eftirminnilega þröngan galla sem fer henni þetta líka afburða vel. Þá má sjá myndir af Jennifer á hlaupum fyrir utan hótelið sitt, á rauða dreglinum uppástrílaða í klikkuðum stígvélum og í notalegum gráum íþróttagalla ómálaða með hárið tekið í tagl. Sjá myndirnar hér.

Lífið

Pippa vildi verða módel

Pippa Middleton reyndi fyrir sér sem fyrirsæta þegar hún var við nám í Edinborgar-háskólanum. Hún kom fram á svipaðri góðgerðasýningu og systir hennar gerði þegar hún fangaði hug og hjarta Vilhjálms Bretaprins.

Lífið

Ánægð með Clooney

Elisabetta Canalis segist vera afskaplega hamingjusöm með leikaranum George Clooney og að ekkert sé hæft í sögusögnum um sambandsslit þeirra.

Lífið

Steed Lord í So You Think You Can Dance

Við urðum að skrifa undir rosa samning við Fox og gefa löglegt leyfi fyrir not af laginu okkar og gerðum það alveg fyrir tveimur mánuðum síðan. Við gáfum leyfi fyrir tveimur öðrum Steed Lord lögum sem verða í þættinum seinna eftir nokkrar vikur, svarar Svala Björgvinsdóttir söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord sem búsett er í Los Angeles en lag sveitarinnar, Vanguardian, var notað í þættinum í vikunni. Lagið er af plötunni okkar Heart II Heart sem kom út í fyrra. Það hefur fengið góðar viðtökur út um allt og við höfum verið að spila það live mjög lengi út um allan heim, segir Svala. Það horfa margar milljónir á þennan þátt þannig að þetta er bara góð auglýsing fyrir bandið. Okkar tónlist er notuð mikið í bandarískum sjónvarpsþáttum og er til dæmis mikið í þáttum á stöðvum einsog MTV, V-H1 ,E Channel, Bravo og fleiri stöðvum. Fox stöðin sem er með So You Think You Can Dance styður mikið við bakið á þeim tónlistarmönnum sem gefa leyfi á tónlist sinni fyrir þættina og það er bara frábært fyrir okkur og opnar allskyns dyr, segir hún jafnframt og heldur áfram: Svo er hún Sonya Tayeh,danshöfundur, sem notar tónlistina okkar í þættina og hún vann að myndbandinu okkar 123 sem kom út fyrir fjórum mánuðum síðan og vann einnig með okkur að nýju myndbandi sem er að koma út í júlí. Hún er náin vinur okkar og það er bara rosalega gaman að okkar vinkona sé að semja svona flotta dansa við tónlistina okkar. Vefsíða Steed Lord. 1. Já auðvitað vissum við af þessu,við urðum að skrifa undir rosa samning við Fox og gefa löglegt leyfi fyrir not af laginu okkar og gerðum það alveg fyrir 2 mánuðum síðan. Við gáfum leyfi fyrir 2 öðrum Steed Lord lögum sem verða í þættinum seinna eftir nokkrar vikur. 2. Lagið sem var notað í gær er lag sem heitir Vanguardian og var af plötunni okkar Heart II Heart sem kom út í fyrra. Það hefur fengið góðar viðtökur út um allt og við höfum verið að spila það live mjög lengi út um allan heim. 3. Það horfa margar milljónir á þennan þátt þannig að þetta er bara góð auglýsing fyrir bandið. Okkar tónlist er notuð mikið í bandarískum sjónvarpsþáttum og er til dæmis mikið í þáttum á stöðvum einsog MTV,V-H1,E Channel,Bravo og fleiri stöðvum. Fox stöðin sem er með So You Think You Can Dance styður mikið við bakið á þeim tónlistarmönnum sem gefa leyfi á tónlist sinni fyrir þættina og það er bara frábært fyrir okkur og opnar allskyns dyr. Svo er hún Sonya Tayeh,danshöfundur, sem notar tónlistina okkar í þættina og hún vann að myndbandinu okkar 123 sem kom út fyrir 4 mánuðum síðan og vann einnig með okkur að nýju myndbandi sem er að koma út í júlí. Hún er náin vinur okkar og það er bara rosalega gaman að okkar vinkona sé að semja svona flotta dansa við tónlistina okkar. Takk takk fyrir að hafa áhuga á þessu Ellý...kann að meta það :) Hugs Svala

Lífið

Lífið býður í bíó

Lækaðu Facebook síðu Lífsins og póstaðu bíóleiknum á Facebooksíðunni þinni ef þú vilt eiga möguleika á að vinna tvo miða á kvikmyndina SUPER 8 sem verður frumsýnd 15. júní í Sambíóunum. Meðfylgjandi má sjá myndir af Tom Cruise, sem mætti á frumsýningu Super 8 í Los Angeles til að styðja leikstjóra myndarinnar og vin sinn J.J. Abrams en hann leikstýrði Mission Impossible III. Steven Spielberg framleiðir myndina. Tom stillti sér upp með Elle Fanning, sem leikur Alice, í Super 8, en hún er búin að skapa sér nafn í Hollywood þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gömul. Skráðu þig í bíóleik Lífsins hér. 10 bíómiðar eru í verðlaunapottinum.

Lífið

Toppaði eigið brúðkaup með óléttufréttum

Söngkonan Lily Allen giftist Sam Cooper í gær. Eins og sjá má var brúðurin, 26 ára, geislandi fögur í hvítum kjól síðum blúndukjól eftir franska hönnuðinn Delphine Manivet sem fór henni afskaplega vel og þá sér í lagi af því að hún er barnshafandi en nýgift hjónin tilkynnti fjölskyldu og vinum eftir athöfinina að Lily er gengin 16 vikur á leið með barnið þeirra. Það var virkilega tilfinningaþrungin stund þegar þau sögðu frá gleðitíðindinunum því Lily hefur tvisvar gengið í gegnum fósturmissi, fyrst sárið 2007 og síðan aftur árið 2010 sökum blóðeitrunar. Lily, sem ber nú eftirnafnið Cooper, ætlar að taka það rólega yfir meðgönguna og fara einstaklega vel með sig.

Lífið

J-Lo baðaði sig upp úr hænsnablóði

Jennifer Lopez giftist þjóninum Ojani Noa í byrjun árs 1997 og entist hjónabandið í heilt ár. Eiginmaðurinn hefur þó ekki alveg horfið úr lífi Lopez því hann veitir enn viðtöl um tíma þeirra saman.

Lífið

Hætt að selja stolinn Hugleiksbol

„Ég man ekki eftir að hafa rekist áður á að einhver sé að taka myndirnar mínar í leyfisleysi og setja á boli,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson.

Lífið

Halda skilnaðarpartý

Rokkarinn Jack White og eiginkona hans, módelið Karen Elson, ætla að halda veislu fyrir sína nánustu, bæði til að fagna sex ára brúðkaupsafmæli sínu og svo skilnaðinum sem þau ganga nú í gegnum.

Lífið

Tónleikahaldari leitar sátta við lögreglu

„Þetta kom flatt upp á mig, ég man ekki eftir því að þetta hafi verið gert áður. Maður skyldi ætla að það væri hægt að líta fram hjá þessu þegar svona stórir tónleikar fara fram. Ég veit ekki alveg hvaða tilgangi þetta þjónar, þetta virkar á mig eins og fjáröflun,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari. Hann er ósáttur við aðgerðir lögreglunnar á tónleikum Eagles á fimmtudagskvöld, en fjöldi fólks fékk sekt fyrir að leggja ólöglega fyrir utan Laugardalshöllina.

Lífið

Fjölmennt á Skjaldborg á Patreksfirði

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem var sett í fimmta sinn í gærkvöldi á Patreksfirði. Við setningarathöfnina var klukkan færð fram um eina klukkstund og tekinn upp sumartími eða Skjaldborgartími öllu heldur. Opnunarmynd hátíðarinnar var heimildamyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson. Myndin fjallar um Jón Ísleifsson prest á Vestfjörðum. Yfir tuttugu nýjar íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni. Heiðursgestur Skjaldborgar í ár er Ómar Ragnarsson. Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld þegar áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, Einarinn, verða afhent. Fjölmennt er á Patreksfirði í tilefni af hátíðinni.

Lífið

Kate Winslet fótósjoppuð í tætlur

Leikkonan Kate Winslet, 35 ára, auglýsir haustlínu St. John í ár en fyrsta myndin úr herferðinni þar sem Kate situr fyrir í svörtum kjól stórglæsileg að vanda hefur verið birt. Ég læt eins og ég sé fyrirsæta þegar ég klæðist fötunum þeirra en ég er augljóslega ekki fyrirsæta. Ég er ekki með rétta fyrirsætu-andlitið eða líkamslögunina, sagði Kate. Þá má sjá Kate með hárið í tagl, ómálaða á hlaupum um götur New York borgar í vikunni og auglýsingamyndir þar sem leikkonan er fótósjoppuð með aðstoð tölvutækninnar.

Lífið

Bloggarar ráða ekki hvað er í sjónvarpinu

"Ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir Gestur Valur Svansson, leikstjóri gamanþáttanna Tríó sem voru frumsýndir á RÚV á fimmtudagskvöld. Tríó virðist ætla að vekja misjöfn viðbrögð hjá almenningi. Á fréttablogginu Fréttir af Facebook á Eyjunni voru tekin saman neikvæð ummæli úr ýmsum áttum í kjölfar frumsýningar þáttarins. Kvikmyndagerðarmaðurinn Gagga Jónsdóttir bað RÚV til dæmis um að endurgreiða sér afnotagjöldin með millifærslu.

Lífið

Íslendingar með í nýju evrópsku milljarðalottói

Tuttugu lottófyrirtæki í tíu Evrópulöndum skrifuðu hinn 7. júní síðastliðinn undir samstarfssamning um að byrja með nýtt lottó undir nafninu Euro Jackpot. Vinningsupphæðin í nýja lottóinu yrði aldrei lægri en tíu milljónir evra, eða 1,7 milljarðar íslenskra króna. Hann gæti þó orðið allt að níutíu milljónum evra, eða tæpir fimmtán milljarðar íslenskra króna. Löndin tíu eru Þýskaland, Holland, Danmörk, Ísland, Noregur, Slóvenía, Finnland, Eistland, Ítalía og Spánn. Samtals búa um 200 milljónir manna í þessum löndum.

Lífið

Þessi er dúndur eftir ræktina (heilsudjús)

Meðfylgjandi myndir af leikkonunni Scarlett Johansson, 26 ára, með grænleitan drykk í hendi yfirgefa líkamsræktina voru birtar á Visi í gær þar sem spurt var hvaða ógeðsdrykk leikkonan neytti. Solla Eiríks, eigandi veitingahússins Gló, skoðaði myndirnar af Scarlett og gaf okkur upp uppskrif af ljúffengum hollustudrykk sem lítur eins út og umræddur drykkur leikkonunnar. Grænn ofursjeik 250 ml kókosvatn 50g spínat ¼ lime eða sítróna, afhýdd 2 cm biti fersk engiferrót ½ tsk grænt duft ½ tsk bee pollen ½ - 1 avókadó, afhýtt ½ dl möndlur eða kasjúhnetur 1 msk lucuma- þurrkaður ofurávöxtur sem fæst í heilsubúðum (má sleppa) Setjið allt í blandara og blandið vel saman. Þessi er fullkomin máltíð eftir ræktina, segir Solla.

Lífið

Kanye West og Mary-Kate náin

Kanye West hélt upp á 34 ára afmælið sitt á miðvikudaginn. Rapparinn sást skemmta sér á næturklúbbnum Submercer í New York og tóku gestir eftir því að hann var farinn að eiga óvenju náin kynni við unga stúlku á klúbbnum. Stúlkan umrædda reyndist síðan engin önnur en Olsen-tvíburinn Mary-Kate. Á þeim skötuhjúum er tíu ára aldursmunur.

Lífið

Tarantino leitar til Leonardo DiCaprio

Ljóst er að bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hyggst ekki svíkja aðdáendur sína með nýjustu mynd sinni. Hann hefur nú leitað til Leonardo DiCaprio í þeirri von að leikarinn taki að sér aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd hans, Django Unchained.

Lífið

Lætur gott af sér leiða

Lady Gaga vill veita aðdáendum sínum innblástur, nú þegar tónlistardraumur hennar hefur ræst. Gaga er orðin eitt mesta tónlistargoð veraldar og finnst nú að hún þurfi að sinna skyldum sínum í að hvetja aðdáendur sína áfram. „Draumar mínir hafa ræst. Nú er helsti draumur minn að hvetja aðra áfram. Ég vil að aðdáendur mínir nái eins langt og þeir vilja.“

Lífið

Tónleikar á Yankee-leikvangi

Bítillinn Paul McCartney er enn og aftur á leiðinni í tónleikaferðalag um heiminn og hyggst koma fram á Yankee-leikvanginum í New York 15. júlí. Verða þetta fyrstu tónleikar McCartney á þessum sögufræga leikvangi sem er í Bronx-hverfinu.

Lífið

Engin fýla hjá Lopez

Benny Medina, umboðsmaður söng-og leikkonunnar Jennifer Lopez, vísar því á bug að honum og bílstjóra Lopez hafi sinnast með þeim afleiðingum að bílstjórinn hafi sagt upp og strunsað í burtu. Sjónarvottar sáu Medina og bílstjórann hnakkrífast og setti rifrildið nokkuð ljótan blett á kvöldið, samkvæmt bandaríska blaðinu New York Post.

Lífið

Kennir Cage um hegðun sonarins

Sonur leikarans Nicolas Cage var færður á geðsjúkrahús í vikunni eftir að hann sturlaðist á veitingastað og lét það bitna á einkaþjálfara sínum.

Lífið

Segir að von sé á Hangover 3

Zach Galifianakis lét margt flakka í viðtali við tímaritið Rolling Stone á dögunum, en hann ljóstraði því meðal annars upp að von væri á þriðju Hangover-kvikmyndinni. Söguþráður myndarinnar verður frábrugðinn hinum tveimur, en þriðja myndin á að fjalla um flótta Alans, sem leikinn er af Galifianakis, af geðveikrahæli með hjálp þeirra Phils, Stu og Dougs, sem hafa verið burðarhlutverkin í Hangover-myndunum. Galifianakis er þó þekktur fyrir mikið sprell og því verður athyglisvert að sjá hvort hann er í raun að segja satt eða hvort þetta er allt uppspuni.

Lífið

Hvaða viðbjóð ertu að drekka stelpa?

Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni Scarlett Johansson, 26 ára, sem dömpaði Sean Penn á dögunum, yfirgefa líkamsræktarstöð í Hollywood og síðar sama kvöld þar sem hún stillti sér upp á rauða dreglinum. Eins og myndirnar sýna er leikkonan stórglæsileg hvort sem hún er ómáluð klædd í æfingagalla eða uppstríluð klædd í kjól. Spurning hvað grænbrúni vökvinn sem sjá má í brúsanum hennar í myndasafni inniheldur. Facebooksíða Lífsins.

Lífið