Íslenski boltinn

Umfjöllun: Þórarinn tryggði ÍBV sigurinn í lokin

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni.

Íslenski boltinn

Málfríður: Komum trylltar inn í seinni hálfleikinn

Málfríður Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tók við bikarnum eftir að Valskonur unnu 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Málfríður tekur á móti en hún er á sínu fyrsta ári sem fyrirliði liðsins.

Íslenski boltinn

Lilja: Svekkjandi að fá á sig mark svona snemma

Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, var stolt af sínu liði þrátt fyrir 2-0 tap á móti Val í bikaúrslitaleik kvenna á Laugardalsvellinum í dag. KR-liðið sem fékk á sig mark snemma leiks var óheppið að jafna ekki leikinn í lok fyrri hálfleiksins en KR-stelpur réðu síðan lítið við Valsliðið í þeim seinni.

Íslenski boltinn

Valskonur búnar að vinna tíu bikarleiki í röð

Valur og KR spila til úrslita í Valitor-bikar kvenna á Laugardalsvellinum í dag en Valskonur eiga möguleika á að vinna þriðja bikarmeistaratitilinn í röð. Valsliðið hefur unnið tíu bikarleiki í röð eða alla bikarleiki sína síðan að Valur tapaði 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

Íslenski boltinn

Erkifjendurnir berjast um bikarinn

Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR.

Íslenski boltinn

Matthías: Urðum ekki lélegir á einni nóttu

FH-ingar eru ekki búnir að segja sitt síðasta í Pepsi-deildinni í sumar þrátt fyrir að allir hafi verið búnir að afskrifa þá fyrir fjórum vikum. Fjórir sigrar í röð hafa skilað þeim inn í toppslaginn á ný þótt KR-ingar séu enn langt á undan þeim.

Íslenski boltinn

Breytingarnar verða að koma ofan frá

Umræða um leikaraskap í knattspyrnunni koma upp með reglulegu milibili og er núverandi keppnistímabil í Pepsi-deild karla engin undantekning. Gylfi Þór Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar, segir vissulega um vandamál að ræða.

Íslenski boltinn

Mikilvægur sigur Selfoss á Akureyri

Selfoss vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Pepsi-deild karla með 2-1 sigur á KA á Akureyri í kvöld. Selfyssingar eru í öðru sæti deildarinnar með sjö stiga forystu á BÍ/Bolungarvík, sem á að vísu leik til góða.

Íslenski boltinn

FH-ingar góðir bæði manni fleiri og manni færri

Rauðu spjöldin hafa svo sannarlega farið á loft í leikjum FH-inga í Pepsi-deild karla í sumar en þau eru orðin alls sjö í fimmtán leikjum. FH-ingar hafa fengið fjögur rauð sjálfir og mótherjar þeirra hafa þrisvar sinnum verið sendir snemma í sturtu. Nú er svo komið að það hefur vantað leikmann í annað liðið í leikjum FH í samtals 254 mínútur í sumar.

Íslenski boltinn

Utan vallar: Krabbamein fótboltans

Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem svindla á vellinum eru að verða stærsta vandamál íþróttarinnar. Leikaraskapur er orðinn eðlilegur hluti af leiknum og það sem meira er – svindlurunum er aldrei refsað.

Íslenski boltinn

Blysmönnum mögulega refsað

Þór frá Akureyri var í gær sektað um 35 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á bikarúrslitaleiknum gegn KR um helgina en kveikt var á blysum í stúkunni.

Íslenski boltinn