Erlent

Hús gyðinga verða rifin

Ísraelar og Palestínumenn hafa samið um að landtökubyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu verði fjarlægðar. Óvissa hefur ríkt um hvað verður um húsnæði um 8.000 gyðinga eftir að þeir verða fluttir frá Gaza í ágúst.

Erlent

Ísraelar og Palestínumenn sammála

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, segir að Ísraelar og Palestínumenn séu sammála um hvernig skuli staðið að brottflutningi gyðinga frá Gaza-svæðinu.

Erlent

Gramur kanslaranum

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, gagnrýnir Gerhard Schröder Þýskalandskanslara fyrir að hafa ekki afstýrt því að þýska þingið samþykkti ályktun þar sem Tyrkir eru hvattir til að rannsaka upp á nýtt ábyrgð sína á dauða rúmlega milljón Armena á árunum 1915 til 1923.

Erlent

Morðvopn fundið

Ísöxin sem flugumaður Stalíns notaði til að ráða Leon Trotskí af dögum í Mexíkó árið 1940 er hugsanlega komin í leitirnar.

Erlent

Stjórnmálamenn óhultir fyrir ETA

ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjst hætt að myrða stjórnmálamenn. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin sagðist á dögunum vera reiðubúin til samningaviðræðna ef ETA myndi leggja niður vopn.

Erlent

20 létust í árás á veitingahús

Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og margir særðust í sprengjuárás á veitingahús í Bagdad í dag. Fimm lögreglumenn og nokkrir öryggisverðir voru meðal þeirra sem féllu þegar maður kom inn í veitingahúsið og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 

Erlent

Tuttugu létust í átökum

Allt að 20 uppreisnarmenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í gær, þegar herþotur og þyrlur Bandaríkjamanna hófu skothríð á hóp af mönnum sem grunur lék á að væru uppreisnarmenn.

Erlent

Hvalkjöt vinsælt í S-Kóreu

Hvalkjöt nýtur vaxandi vinsælda í Suður-Kóreu og þar fer fundur hvalveiðiráðsins fram á næstunni. Náttúruverndarsinnar segja hvalinn aldrei hafa verið í meiri hættu.

Erlent

Lést á krossinum

Rúmensk nunna lést eftir að hafa verið bundin við kross og skilin ein eftir í þrjá daga í köldu herbergi í nunnuklaustri. Prestur og fjórar nunnur hafa verið handtekin í tengslum við málið.

Erlent

Bandarísk þota nauðlenti í Íran

Bandarísk farþegaþota nauðlenti í Íran í dag vegna bilunar í farangursrými. Bandarískar flugvélar lenda ekki í Íran vegna viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna en þegar bilun varð í DC-10 þotu frá Northwest Airlines, á leið frá Indlandi til Hollands, bað flugstjórinn um heimild til þess að nauðlenda í Tehran. Það leyfi var þegar veitt.

Erlent

Suu Kyi sextug í dag

Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðisafla í Burma, er sextug í dag. Hún situr í stofufangelsi í heimalandi sínu eins og hún hefur gert undanfarna áratugi. Meðal leiðtoga sem hafa sent henni afmæliskveðjur eru Nelson Mandela, Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, Dalai Lama, leiðtogi Tíbets, og George Bush, forseti Bandaríkjanna.

Erlent

Merki lýðræðis og frelsis

Það var víða um heim sem stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels, notuðu tækifærið í gær á sextugsafmæli hennar og hvöttu til þess að stjórnvöld í Myanmar leystu hana úr stofufangelsi. Danski utanríkisráðherrann kallaði hana merki lýðræðis og frelsis í öllum heiminum.

Erlent

Handtekinn í tengslum við morðið

Lögreglan í Bretlandi hefur handtekið mann sem talinn er tengjast morðinu á óléttri þjónustustúlku sem fannst látin á heimili sínu í bænum Trowbridge um síðustu helgi. Stúlkan, sem var komin þrjá mánuði á leið, hafði bæði verið skorin á háls og stungin nokkrum sinnum víða um líkamann.

Erlent

Réttindum samkynhneigðra mótmælt

Nokkur hundruð þúsund manns, undir forystu tuttugu rómversk-kaþólskra biskupa og íhaldssamra andspyrnuleiðtoga, fylltu miðborg Madrídar á laugardag í mótmælum gegn frumvarpi um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra og réttar þeirra til ættleiðinga.

Erlent

Blóðug átök í Belfast

Tugir manna slösuðust í blóðugum átökum í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Óttast er að þetta sé fyrirboði um það sem koma skal í sumar.

Erlent

Naktir Svíar dansandi á Volvobílum

Móðurfyrirtæki Ikea í Svíþjóð hefur skipað útibúum sínum í Þýskalandi að draga til baka auglýsingar sem sýna draugfulla Svía á Jónsmessugleði. Svíar eru saltmóðgaðir út í Þjóðverja vegna auglýsinganna.

Erlent

Önnur risaflóðbylgja væntanleg?

Vísindamenn eru sannfærðir um að önnur risaflóðbylgja muni dag einn æða yfir Indlandshaf. Þeir vita hins vegar ekki hvenær. Jarðskjálftavirkni hefur aukist verulega umhverfis Indónesíu og það er talið tímaspursmál hvenær hún kemur annarri flóðbylgju af stað.

Erlent

Rice í Miðausturlöndum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er komin til Miðausturlanda til þess að reyna að ýta við Ísraelum og Palestínumönnum að standa við skuldbindingar sínar um frið. Rice sagði við fréttamenn að Palestínumenn yrðu að halda vopnahlé sitt sem oft hefur verið rofið undanfarnar vikur.

Erlent

Erfiðir tímar hjá ESB

Evrópusambandið er komið í einhverja verstu tilvistarkreppu sögu sinnar eftir að leiðtogafundur sambandsins í Brussel fór gjörsamlega út um þúfur. Hvorki náðist sátt um fjárlög sambandsins né það hvernig bjarga mætti stjórnarskrársáttmálanum.

Erlent

Tók að sér tvo tígrisunga

Blendingstík hefur tekið að sér tvo Amúr-tígrisunga í Rússlandi eftir að móðir þeirra hafnaði þeim. Tíkin Naída átti hvolp fyrir og hann virðist alveg sætta sig við að sjúga móður sína milli þessara tveggja nýju bræðra.

Erlent

Þróunaraðstoð í Asíu í fyrsta sinn

Ísland er, í fyrsta skipti, að hefja þróunaraðstoð við land í Asíu en Íslendingar hafa tekið að sér að aðstoða við uppbyggingu sjávarútvegs í Srí Lanka. Einnig er verið að nema land í Mið-Ameríku.

Erlent

Áhersla á uppbyggingu sjávarútvegs

Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við uppbyggingu í sjávarútvegi í þeirri aðstoð sem framundan er á vegum Íslendinga í Srí Lanka. Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að undirbúningi verkefnisins í nokkurn tíma en í næstu viku verður samningur um aðstoðina undirritaður.

Erlent

Fimmtíu skæruliðar felldir

Bandarískar og írakskar hersveitir héldu í dag áfram stórsókn sinni gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta landsins. Fimmtíu skæruliðar voru felldir þar í gær.

Erlent

Lítill árangur af viðræðunum

Lítið virðist hafa komið út úr viðræðum Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram fóru í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Rice að Ísraelar og Palestínumenn yrðu að vinna saman að farsælli lausn á brottflutningi herliðs Ísraelsmanna frá Gasa. </font />

Erlent

Heldur hlífiskildi yfir Mugabe

Breskur þingmaður hefur gagnrýnt forseta Suður-Afríku harkalega fyrir að halda hlífiskildi yfir Robert Mugabe, forseta Simbabves. Þingmaðurinn er nýkomin úr leynilegri heimsókn til Simbabves og segir Mugabe vera í stríði við eigin þjóð.

Erlent

Grunaðir um nauðgun á 11 ára telpu

Þrír unglingspiltar í Bretlandi hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi nauðgað ellefu ára gamalli stúlku. Dagblaðið <em>Daily Mail</em> greinir frá því í dag að drengirnir hafi jafnframt myndað verknaðinn með farsímum sínum.

Erlent

Uppreisnum svarað af hörku

Ríkisstjórnin í Kirgistan tilkynnti í dag að öllum tilraunum til uppreisnar í landinu yrði svarað af hörku. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hópur fólks ruddist inn í byggingu sem stjórnin hefur aðsetur sitt í í gær.

Erlent

Árásir í Kúveit í farvatninu?

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshiyar Zebari, segist óttast að skæruliðar í landinu ráðist inn í nágrannaríkið Kúveit á næstunni til að fremja þar ódæðisverk í líkingu við þau sem svo tíð hafi verið í Írak undanfarin misseri.

Erlent

Reikningar opnir vegna víruss

Óprúttnir aðilar eru taldir hafa komist yfir reiknings- og leyninúmer allt að 40 milljóna kreditkortaeigenda í Bandaríkjunum, að því er talsmaður MasterCard-fyrirtækisins þar í landi greinir frá. Þetta orsakast af tölvuvírus sem lætt var inn í gagnakerfi bandarískra kreditkortafyrirtækja og þetta einskorðast því ekki við eigendur korta hjá MasterCard.

Erlent

Róstur í Belfast

Til átaka kom í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, í fyrrinótt á milli kaþólikka og mótmælenda. 18 lögreglumenn meiddust í átökunum og ellefu borgarar til viðbótar.

Erlent