Erlent

Grunaðir um nauðgun á 11 ára telpu

Þrír unglingspiltar í Bretlandi hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi nauðgað ellefu ára gamalli stúlku. Dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að drengirnir, sem allir eru 14 ára gamlir og eru í sama skóla og stúlkan í Norður-Lundúnum, hafi nauðgað henni eftir að hún neitaði að eiga mök við þá. Þeir hafi jafnframt myndað verknaðinn með farsímum sínum, upptakan hafi svo gengið manna á milli í skólanum sem leiddi að lokum til þess að starfsmenn skólans sáu upptökuna. Lögreglan í Lundúnum staðfestir að drengirnir hafi verið handteknir en vill ekkert láta uppi um það hvort ódæðið hafi verið tekið upp eins og Daily Mail heldur fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×