Erlent

Mæðgur létust í sprengingu

Mæðgur létust og fjórir slösuðust þegar sprengja sprakk í ruslatunnu í úthverfi Istanbul, höfuðborgar Tyrklands, í nótt. Mæðgurnar voru á leiðinni í bíl sinn eftir brúðkaupsveislu þegar sprengjan sprakk.

Erlent

Þjóðverjar skammaðir

Þýskar vegabréfsáritanir, sem gefnar voru út á árunum 1999 til 2002, stóðust ekki reglur Evrópusambandsins sem miða að því að koma í veg fyrir ólöglega innflytjendur.

Erlent

Ekkert gerðist í London

Taugatitringurinn var mikill á götum Lundúna í morgun þegar borgarbúar héldu til vinnu. Ástæðan var sú að öryggisyfirvöld óttuðust hryðjuverkaárásir, mánuði eftir að fimmtíu og tveir voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert gerðist en viðbúnaðurinn var gríðarlegur.

Erlent

Stuðningur við Bush minnkar

Eftir að fjórtán bandarískir hermenn létu lífið þegar að vegasprengja í Írak sprakk á miðvikudag, auk fjórtán hermanna sem létust á mánudag, hafa Bandaríkjamenn í vaxandi mæli krafist þess að George W. Bush kalli hermennina heim.

Erlent

Gaza: 200 mótmælendur handteknir

Meira en tvö hundruð mótmælendur voru handteknir á Gaza-ströndinni í nótt fyrir að fara fram hjá girðingum öryggissveita. Um tíu þúsund mótmælendur höfðu safnast saman í borginni Ofakim í suðurhluta Ísraels en þeir hættu við mótmælagöngu snemma í morgun eftir að öryggissveitir lokuðu leiðinni sem þeir ætluðu að fara.

Erlent

Ísraelar brjóta mannréttindi

Hópur sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að tálminn sem Ísraelar reisa nú umhverfis Vesturbakkann, sé brot gegn mannréttindaskuldbindingum Ísraela. Því hvöttu þeir til að öll vinna við tálmann verði stöðvuð og að Ísraelar borgi Palestínumönnum skaðabætur fyrir skemmdir vegna hans.

Erlent

Þýskir ferðamenn drukkna

Tveir þýskir ferðamenn drukknuðu í gær, eftir að fimm meðlimir sömu fjölskyldu lentu í erfiðleikum vegna undiröldu þar sem þeir voru að synda í Norðursjónum við strendur Jótlands.

Erlent

Fordæma valdaránið í Máritaníu

Sameinuðu þjóðirnar, Afríkusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt valdaránið í Vestur-Afríkuríkinu Máritaníu í gær. Nokkrir herforingjar hafa lýst því yfir að þeir hafi tekið völdin í sínar hendur til að binda endi á tveggja áratuga einræðisstjórn forsetans Maaouiya Ould Sid Ahmed Taya.

Erlent

London vöktuð

Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri.

Erlent

Kanna hvort gera verði við

Sérfræðingar bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, segja skemmdir hafa orðið á geimferjunni Discovery við glugga flugstjórans og er nú verið að kanna hvort að geimfarar um borð í ferjunni verða að gera við skemmdirnar.

Erlent

18 drepnir í Khartoum í nótt

Átján manns voru drepnir á götum Khartoum, höfuðborgar Súdans, í nótt. Fjölmargir íbúar Suður-Súdans hafa gengið berseksgang á götum úti undanfarna þrjá daga í kjölfar þess að varaforseti landsins lést í þyrluslysi á sunnudaginn.

Erlent

Bretar seldur þungt vatn

Bretar seldu Ísraelum á sjötta áratugnum nauðsynlega parta, fyrir kjarnorkuuppbyggingu Ísraela. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem BBC hefur undir höndum.

Erlent

Ekki synda með hvölum

Stjórnvöld í Kosta Ríka hafa bannað fólki að synda með höfrungum og hvölum. Þetta sagði hópur umhverfisverndarsinna í gær, en sund með hvölum hefur notið vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum í Kosta Ríka á undanförnum árum.

Erlent

Lögreglustjórinn tekur við völdum

Herráð Afríkuríkisins Máritaníu, sem steypti forseta landsins af stóli í gær, hefur útnefnt yfirmann lögreglunnar sem nýjan leiðtoga landsins. Hann mun ásamt herráðinu gegna völdum í landinu næstu tvö árin en að þeim tíma liðnum er ráðgert að halda lýðræðislegar kosningar í landinu.

Erlent

Í neðanjarðarbyrgi í 18 mánuði

Bandaríkjamenn hafa haldið tveimur Jemenum föngnum án ákæru í neðanjarðarbyrgi í átján mánuði, án þess að leyfa þeim að hafa nein samskipti við umheiminn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International.

Erlent

Al-Kaída hótar frekari árásum

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á lestarstöðum í London í gær, en frekari sprengjuárásum hafði verið hótað. Fjórar vikur eru liðnar síðan 52 létust í sjálfsmorðsprengingum í lestum og strætisvagni í London.

Erlent

Heimatilbúnar sprengjur

Þeir sem stóðu að sjálfsmorðssprengingunum í London fyrir fjórum vikum notuðust við heimatilbúið sprengiefni, eftir því sem lögreglan í New York-borg segir.

Erlent

Tvær systur ákærðar

Tvær systur, búsettar í Stockwell í Lundúnum, hafa verið ákærðar fyrir að veita ekki upplýsingar eftir sprengjutilræðið 21. júlí. Systurnar tvær, Yeshshiembet Girma, sem er 28 ára og Muluemebet Girma, 21 árs, munu mæta fyrir rétti í dag.

Erlent

Fara of geyst í stríðsrekstri

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bandarískri utanríkisstefnu og telja stjórnvöld fara of geyst í sakirnar þegar kemur að stríðsrekstri. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir tímaritið <em>Foreign Affairs. </em>

Erlent

Blair biðst afsökunar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðið brasilísku þjóðina afsökunar á að lögreglan í London skyldi skjóta Brasilíumann til bana á neðanjarðlestarstöð í London þann 22. júlí. Í gær héldu breskir embættismenn til fundar við fjölskyldu mannsins í smábænum Gonzaga í Brasilíu, vottuðu samúð sína og ræddu um möguleika á skaðabótagreiðslum.

Erlent

14 Bandaríkjamenn og Íraki féllu

Fjórtán bandarískir landgönguliðar féllu sem og írakskur túlkur þeirra þegar sprengja í vegkanti tætti brynvagn þeirra í sundur í Írak í dag. Þetta er mesta mannfall í einstakri árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir frá því stríðinu lauk.

Erlent

Áhöfnin sýndi mikið áræði

Það tók áhöfn Air France vélarinnar sem hlekktist á í Toronto innan við tvær mínútur að koma öllum 309 farþegum sínum út úr vélinni. Aðstoðarflugmaðurinn hljóp svo um brotinn og brennandi flugvélarskrokkinn til þess að ganga úr skugga um að enginn hefði verið skilinn eftir.

Erlent

20 drepnir í Súdan í nótt

Tuttugu hið minnsta voru drepnir í nótt í átökum í Khartoum, höfuðborg Súdans. Bardagar brutust út í borginni á mánudag eftir að greint var frá því að uppreisnarleiðtoginn og varaforsetinn John Garang hefði farist í þyrluslysi.

Erlent

600 sýkst af salmonellu á Spáni

Yfir 600 manns hafa sýkst af salmonellu á Spáni á undanförnum vikum og segja heilbrigðisyfirvöld þar í landi að sýkinguna megi rekja til soðins kjúklings sem framleiddur er í Castilla La Mancha.

Erlent

Viðgerð tókst að óskum

Stephen Robinson, geimfari um borð í bandarísku geimferjunni Discovery, tókst í geimgöngu í gær að losa tvö stykki úr einangruninni sem stóð út úr hitahlíf Discovery. Hann þurfti ekki að nota til þess sögina sem sérstaklega hafði verið búin til í geimstöðinni, heldur dugði að toga varlega.

Erlent

Eignast heilbrigða dóttur

Heilasködduð kona í Bandaríkjunum eignaðist dóttur á þriðjudag eftir sjö mánaða meðgöngu. Konunni hafði verið haldið á lífi með öndunarvél í þrjá mánuði, til að ófætt barnið fengi að þroskast áður en það fæddist.

Erlent

Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt

Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir.

Erlent

Vonskuveður olli flugslysi

Mikill regnstormur með þrumum og eldingum er talinn hafa orðið til þess að farþegaþota Air France rann út af flugbraut í Toronto í Kanada í fyrrakvöld. 309 farþegum og áhöfn tókst naumlega að komast frá borði áður en mikill eldur blossaði upp í þotunni.

Erlent

Önnur geimganga Discovery-áhafnar

Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery eru í geimgöngu sem stendur og liggur leið þeirra undir ferjuna þar sem þeir verða að finna einhverja leið til að gera við hana.  

Erlent

Ber ábyrgð á vopnaviðskiptum

Helmut Kohl, fyrrum Kanslari Þýskaland, bar í gær vitni í máli gegn Holger Pfahls, fyrrum aðstoðarvarnamálaráðherra Þýskalands. Pfahls er sakaður um að hafa á árinu 1991 þegið samsvarandi rúmum 150 milljónum króna í mútur fyrir vopnaviðskipti við Saudi Arabíu, vegna sölu þýskra herbíla.

Erlent