Erlent

Viðgerð tókst að óskum

Stephen Robinson, geimfari um borð í bandarísku geimferjunni Discovery, tókst í geimgöngu í gær að losa tvö stykki úr einangruninni sem stóð út úr hitahlíf Discovery. Hann þurfti ekki að nota til þess sögina sem sérstaklega hafði verið búin til í geimstöðinni, heldur dugði að toga varlega. Viðgerðarleiðangurinn heppnaðist því vel en hann tók um sex klukkustundir. Reiknað hafði verið með að það tæki Robinson um klukkustund að losa stykkin af geimferjunni, en það tók einungis nokkrar sekúndur að losa hvort stykki fyrir sig.  "OK Andy, ég er í óbyggðunum miklu," sagði Robinson við ferðarfélaga sinn, Andy Thomas, þegar hann fór út úr geimferjunni þar sem hún sveif fyrir ofan Ástralíu. Tækifærið var notað til að kanna hitateppi, undir glugga flugstjórnanda, sem rifnaði þegar flauginni var skotið frá jörðu. Verið er að skoða hvort það krefst einnig viðgerða, þar sem það gæti rifnað af flauginni þegar hún kemur aftur inn í lofthjúp jarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×