Erlent

Fara of geyst í stríðsrekstri

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bandarískri utanríkisstefnu og telja stjórnvöld fara of geyst í sakirnar þegar kemur að stríðsrekstri. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir tímaritið Foreign Affairs. Þrír fjórðu hlutað aðspurðra kváðust hafa áhyggjur af því að traust sem borið væri til Bandaríkjanna erlendis færi þverrandi og að í múslímaríkjum færðist Bandaríkjahatur í vöxt. Meirihluti aðspurðra í könnuninni, sem Public Agenda stofnunin gerði fyrir Foreign Affairs, taldi rétt að stjórnvöld reyndu að beita diplómatískum og efnahagslegum leiðum til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi og töldu það auka öryggi Bandaríkjanna að taka meira tillit til skoðana og þarfa annarra þjóða. Sextíu og þrjú prósent voru á því að Bandaríkin önuðu af hratt út í stríð. Áttatíu og þrjú prósent voru á því að Bandaríkin stæðu, þrátt fyrir allt þetta, fyrir mannúð og bentu á veitta aðstoð þegar náttúruhamfarir valda mannskaða og tjóni erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×