Erlent

Bretar seldur þungt vatn

Bretar seldu Ísraelum á sjötta áratugnum nauðsynlega parta, fyrir kjarnorkuuppbyggingu Ísraela. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem BBC hefur undir höndum. Í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu kom fram að samkvæmt opinberum skjölum frá árinu 1959, sem geymd eru á þjóðskjalasafninu, sendu Bretar tuttugu tonn af þungu vatni til Ísrael. Vatnið var nauðsynlegt til þess að framleiða plútóníum fyrir Dimona kjarnakljúfinn í Negev-eyðimörkinni. Þessar upplýsingar koma illa við bresk stjórnvöld, sem eru nú að reyna að semja við Írani um að hætta við kjarnorkuáætlun sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×