Erlent

18 drepnir í Khartoum í nótt

Átján manns voru drepnir á götum Khartoum, höfuðborgar Súdans, í nótt. Fjölmargir íbúar Suður-Súdans hafa gengið berseksgang á götum úti undanfarna þrjá daga í kjölfar þess að varaforseti landsins lést í þyrluslysi á sunnudaginn. Alls hafa nú hundrað og þrjátíu manns látið lífið og um þrjú hundruð og fimmtíu slasast í átökunum sem ekki virðist ætla að linna þó að nýr leiðtogi Suður-Súdana, Salva Kiir, hafi biðlað til sinna manna að leggja niður vopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×